Íslenski boltinn

Selfoss og Þróttur framlengja við þjálfarana

Gregg í Þróttara-úlpunni.
Gregg í Þróttara-úlpunni. vísir/ernir
Selfyssingar og Þróttarar framlengdu samninga við þjálfara sína í gær, en þetta var tilkynnt á vef félaganna í gær. Bæði liðin leika í Inkasso-deild karla.

Gregg Oliver Ryder skrifaði undir tveggja ára samning við Þrótt, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Þrótti síðustu þrjú ár.

Þróttarar voru hársbreidd frá því að fara upp aftur í Pepsi-deildina í sumar, en þeir léku í Pepsi-deildinni sumarið 2016. Þeir lýstu yfir ánægju sinni með framlenginguna og Gregg sömuleiðis á heimasíðu félagsins.

Á Selfossi skrifaði Gunnar Borgþórsson undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum, en Gunnar átti eitt ár eftir af samningi sínum.

Samhliða því að vera þjálfari meistaraflokks er Gunnar yfirþjálfari yngri flokka starfsins, en Selfoss endaði í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar. Margir bjuggust við meira af þeim en áttunda sætið varð raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×