Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2017 20:46 Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar. Hestar Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira