Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2017 20:46 Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar. Hestar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira