Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:06 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí en henni var frestað. Hún hófst síðan í morgun. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20