Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 16:00 Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir rúmlega fimmtugum karlmanni sem hafði verið fundinn sekur um að láta níræðan Alzheimer-sjúklinginn leggja inn á sig 42 milljónir króna.Héraðsdómur Austurlands hafði dæmt manninn til níu mánaða fangelsisvistar í fyrra, en að fullnustu sex mánaða refsingarinnar yrði felld niður haldi hann skilorði í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá þarf maðurinn að endurgreiða níræða manninum milljónirnar 42 sem hann hafði af honum. Þarf maðurinn einnig að greiða vexti af upphæðinni frá árinu 2014, eða þegar brotin áttu sér stað. Auk þess að vera með Alzheimer var níræði maðurinn jafnframt slæmur á tölur og gat því ekki áttað sig á þýðingu ráðstafanna eða um hve mikið fé var að ræða. Mennirnir tveir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi, en sá sem framdi brotinn var í sveit hjá brotaþola. Umræddar millifærslur áttu sér stað á haustmánuðum ársins 2014. Þá var brotaþoli vistmaður á hjúkrunarheimili en hann hafði flutt þangað ásamt bróður sínum tæpu ári áður. Brotaþoli bar vitni fyrir dómi. Hann kannaðist við það að hafa farið með sakborningi í bankann en að hann vissi ekki hve mikið hann hefði átt á reikningi sínum. Þar kom fram að honum þótti hans fyrri vinnumaður eiga inni laun vegna vinnu hans á jörð sinni. Þá hafi hann litið á millifærsluna sem lán. Í dómnum kemur fram ljóst var að brotaþoli byggi við verulega minnisskerðingu. Til að mynda taldi hann að hann byggi enn á jörð sinni, árið væri 1962 og að upphæðin sem hann lagði inn á ákærða hefði verið „kannski tíu þúsund“. Framburður hins sakfellda fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu. Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir rúmlega fimmtugum karlmanni sem hafði verið fundinn sekur um að láta níræðan Alzheimer-sjúklinginn leggja inn á sig 42 milljónir króna.Héraðsdómur Austurlands hafði dæmt manninn til níu mánaða fangelsisvistar í fyrra, en að fullnustu sex mánaða refsingarinnar yrði felld niður haldi hann skilorði í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá þarf maðurinn að endurgreiða níræða manninum milljónirnar 42 sem hann hafði af honum. Þarf maðurinn einnig að greiða vexti af upphæðinni frá árinu 2014, eða þegar brotin áttu sér stað. Auk þess að vera með Alzheimer var níræði maðurinn jafnframt slæmur á tölur og gat því ekki áttað sig á þýðingu ráðstafanna eða um hve mikið fé var að ræða. Mennirnir tveir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi, en sá sem framdi brotinn var í sveit hjá brotaþola. Umræddar millifærslur áttu sér stað á haustmánuðum ársins 2014. Þá var brotaþoli vistmaður á hjúkrunarheimili en hann hafði flutt þangað ásamt bróður sínum tæpu ári áður. Brotaþoli bar vitni fyrir dómi. Hann kannaðist við það að hafa farið með sakborningi í bankann en að hann vissi ekki hve mikið hann hefði átt á reikningi sínum. Þar kom fram að honum þótti hans fyrri vinnumaður eiga inni laun vegna vinnu hans á jörð sinni. Þá hafi hann litið á millifærsluna sem lán. Í dómnum kemur fram ljóst var að brotaþoli byggi við verulega minnisskerðingu. Til að mynda taldi hann að hann byggi enn á jörð sinni, árið væri 1962 og að upphæðin sem hann lagði inn á ákærða hefði verið „kannski tíu þúsund“. Framburður hins sakfellda fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu.
Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00
Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33
Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30