Finnur að hann er innilega velkominn Guðný Hrönn skrifar 5. október 2017 12:00 Denique mun fagna útgáfu plötunnar á KIKI á morgun klukkan 20.00. VÍSIR/ANTON BRINK Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Sjá meira