Ímyndarlegt stórvirki Frosti Logason skrifar 5. október 2017 07:00 Hvað sem fólk kann að halda um stjórnmálastéttina, er nokkuð ljóst að þar inn á milli leynast miklir snillingar. Eftir að hin lukkulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar viðreisnar sprakk, á máli sem hefði átt að vera rauður þráður í komandi kosningabaráttu, hefur sérstaklega einn maður borið höfuð og herðar yfir jafningja sína í umræðunni. Þar hefur nefnilega farið fremstur enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sigmundur hætti í Framsókn og fékk beina útsendingu í öllum fréttatímum, átti sviðið og stjórnaði umræðunni eins og herforingi. Þá stofnaði hann nýjan flokk og tók allar fyrirsagnir í stríðsletri þann daginn líka. Þegar yfirskattanefnd birti úrskurð sinn um aflandsfélagið Wintris varð mönnum ljóst að félagið hafði frá upphafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum og að tilvist þess hafði sannanlega verið leynt. Sigmundur náði hins vegar að túlka það sem syndaaflausn og sönnun þess að þau hjónin hefðu greitt of mikið í ríkissjóð. Stórkostlegt afrek, mark skorað úr þrengstu mögulegu stöðu á vellinum. Nýjasta útspil Sigmundar var síðan að draga alla sína pólitísku andstæðinga og óvildarmenn á asnaeyrum þegar hann fékk allt liðið til að dreifa nýju merki Miðflokksins á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Merkið skartar enda glæsilegu íslensku hrossi á fjólubláu norðurljósaskýi. Ímyndarlegt stórvirki. Aldrei fyrr í sögu íslenskrar stjórnmála hefur nokkur flokkur náð að stimpla sig jafn rækilega inn í fagurfræðilega vitund fólksins í landinu. Sigmundur er ekki bara misskilinn. Maðurinn er snillingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Hvað sem fólk kann að halda um stjórnmálastéttina, er nokkuð ljóst að þar inn á milli leynast miklir snillingar. Eftir að hin lukkulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar viðreisnar sprakk, á máli sem hefði átt að vera rauður þráður í komandi kosningabaráttu, hefur sérstaklega einn maður borið höfuð og herðar yfir jafningja sína í umræðunni. Þar hefur nefnilega farið fremstur enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sigmundur hætti í Framsókn og fékk beina útsendingu í öllum fréttatímum, átti sviðið og stjórnaði umræðunni eins og herforingi. Þá stofnaði hann nýjan flokk og tók allar fyrirsagnir í stríðsletri þann daginn líka. Þegar yfirskattanefnd birti úrskurð sinn um aflandsfélagið Wintris varð mönnum ljóst að félagið hafði frá upphafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum og að tilvist þess hafði sannanlega verið leynt. Sigmundur náði hins vegar að túlka það sem syndaaflausn og sönnun þess að þau hjónin hefðu greitt of mikið í ríkissjóð. Stórkostlegt afrek, mark skorað úr þrengstu mögulegu stöðu á vellinum. Nýjasta útspil Sigmundar var síðan að draga alla sína pólitísku andstæðinga og óvildarmenn á asnaeyrum þegar hann fékk allt liðið til að dreifa nýju merki Miðflokksins á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Merkið skartar enda glæsilegu íslensku hrossi á fjólubláu norðurljósaskýi. Ímyndarlegt stórvirki. Aldrei fyrr í sögu íslenskrar stjórnmála hefur nokkur flokkur náð að stimpla sig jafn rækilega inn í fagurfræðilega vitund fólksins í landinu. Sigmundur er ekki bara misskilinn. Maðurinn er snillingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun