Lífið

Kórar Íslands: Kór Lindakirkju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 

Þriðji þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Kór Lindakirkju sem kemur fram í þriðja þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Kór Lindakirkju

Kórmeðlimir elska að syngja gospel. Lindasókn var stofnuð árið 2002 og kórinn hóf starfsemi sína skömmu eftir það. Óskar Einarsson tók við stjórn kórsins í ársbyrjun 2010.

Kór Lindakirkju hefur það hlutverk að leiða söfnuðinn í fjölbreyttum söng við guðsþjónustur og aðra viðburði kirkjunnar.

Kórinn samanstendur af fólki á öllum aldri sem sem nýtur þess að syngja, hafa gaman og taka þátt í starfi safnaðarins á lifandi og uppbyggjandi hátt.

Æfingar eru á fimmtudagskvöldum klukkan 19:30-21:30 í Lindakirkju. Tónlistarstjóri Lindakirkju er Óskar Einarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×