Flest mörk í Pepsi áttu rætur sínar að rekja til Húsavíkur og Akranes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 11:30 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 9 mörk fyrir KA í sumar. Vísir/Stefán Það er fróðlegt að skoða hvar leikmenn Pepsi-deildarinnar urðu að fótboltamönnum og hverjir þeirra voru að skora mest í sumar. Leifur Grímsson hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um uppruna markanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og hann birti hana á Twitter-síðu sinni. Það hefur verið mikið talað um Húsvíkingana í Pepsi-deildinni og þessi tölfræði Leifs sýnir að það er ekki að ástæðulausu. Völsungur er kannski bara um miðja C-deildina en leikmenn uppaldir í félaginu skoruðu alls 28 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Völsungur og ÍA eiga átti flest mörk í þessari samantekt eða 28 hvor. Það voru þó bara sjö uppaldir Völsungar sem skoruðu þessi 28 mörk en aftur á móti var 21 uppalinn Skagamaður sem spilaði í Pepsi-deildinni í sumar. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Leifs Grímssonar um uppruna markanna.190 íslenskir leikmenn fengu skráðan leik í Pepsi 2017. Þeir skoruðu 277 mörk. Vel gert Völsungar! #fotboltinetpic.twitter.com/Caqarq2rYj — Leifur Grímsson (@lgrims) October 3, 2017 Markahæsti Völsungurinn var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði 9 mörk fyrir KA-liðið í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Sigurgeirsson var með 5 mörk. Þessir þrír skoruðu því 21 af þessum 28 mörkum Húsvíkinga í Pepsi-deildinni 2017. Skagamennirnir Steinar Þorsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skoruðu allir fimm mörk fyrir ÍA-liðið í sumar og Arnar Már Guðjónsson var með fjögur mörk. Leifur Grímsson skoðaði um leið uppruna allra leikmanna deildarinnar sem fengu mínútu í sumar. Þar hafa flestir komið úr Breiðabliki eða 11 prósent allra leikmanna deildarinnar. Þessar tölfræði Leifs má sjá hér fyrir neðan.Uppruni leikmanna Pepsi deild karla2017 #fotboltinetpic.twitter.com/k5XHzsVYN4 — Leifur Grímsson (@lgrims) October 2, 2017 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það er fróðlegt að skoða hvar leikmenn Pepsi-deildarinnar urðu að fótboltamönnum og hverjir þeirra voru að skora mest í sumar. Leifur Grímsson hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um uppruna markanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og hann birti hana á Twitter-síðu sinni. Það hefur verið mikið talað um Húsvíkingana í Pepsi-deildinni og þessi tölfræði Leifs sýnir að það er ekki að ástæðulausu. Völsungur er kannski bara um miðja C-deildina en leikmenn uppaldir í félaginu skoruðu alls 28 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Völsungur og ÍA eiga átti flest mörk í þessari samantekt eða 28 hvor. Það voru þó bara sjö uppaldir Völsungar sem skoruðu þessi 28 mörk en aftur á móti var 21 uppalinn Skagamaður sem spilaði í Pepsi-deildinni í sumar. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Leifs Grímssonar um uppruna markanna.190 íslenskir leikmenn fengu skráðan leik í Pepsi 2017. Þeir skoruðu 277 mörk. Vel gert Völsungar! #fotboltinetpic.twitter.com/Caqarq2rYj — Leifur Grímsson (@lgrims) October 3, 2017 Markahæsti Völsungurinn var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði 9 mörk fyrir KA-liðið í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Sigurgeirsson var með 5 mörk. Þessir þrír skoruðu því 21 af þessum 28 mörkum Húsvíkinga í Pepsi-deildinni 2017. Skagamennirnir Steinar Þorsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skoruðu allir fimm mörk fyrir ÍA-liðið í sumar og Arnar Már Guðjónsson var með fjögur mörk. Leifur Grímsson skoðaði um leið uppruna allra leikmanna deildarinnar sem fengu mínútu í sumar. Þar hafa flestir komið úr Breiðabliki eða 11 prósent allra leikmanna deildarinnar. Þessar tölfræði Leifs má sjá hér fyrir neðan.Uppruni leikmanna Pepsi deild karla2017 #fotboltinetpic.twitter.com/k5XHzsVYN4 — Leifur Grímsson (@lgrims) October 2, 2017
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira