Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.
Eyþór kom nýr inn í stjórnina í stað Friðbjörns Orra Ketilssonar sem setið hefur í stjórn Árvakurs frá árinu 2015.
Félag Eyþórs fór inn í hluthafahóp Þórsmerkur í apríl þegar félagið keypti eignarhluti útgerðarfélaganna Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis.
Fyrir í stjórn Árvakurs sitja þau Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður, Ásdís Halla Bragadóttir, Bjarni Þórður Bjarnason og Katrín Pétursdóttir.
Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, er næststærsti hluthafi Þórsmerkur með 16,5 prósenta hlut en þar á eftir kemur félag í eigu Kaupfélags Skagfirðinga með 15,84 prósenta hlut.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Tengdar fréttir

Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri
Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins.

Auka hlutafé Árvakurs um 400 milljónir króna
Hlutafé Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, verður samkvæmt heimildum Markaðarins aukið um í kringum 400 milljónir króna á næstu vikum. Hlutafjáraukningin er langt á veg komin og taka núverandi eigendur félagsins þátt í henni.

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir hlut Lýsis í útgáfufélagi Morgunblaðsins
Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis í einkahlutafélaginu Þórsmörk, eiganda Árvakurs, sem gefur meðal annars út Morgunblaðið.