Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“

Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin ást eftir milli flug­manna og stjórn­enda

Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinna að því að færa átta vélar frá ís­lenska fé­laginu yfir til þess malt­neska

Fulltrúi skuldabréfaeigenda sem lögðu Play til samtals um 2,8 milljarða króna í lok síðasta mánaðar á nú viðræðum við stjórnendur flugfélagsins og flugvélaleigusala þess um að færa átta þotur yfir til maltneska félagsins. Gert er ráð fyrir að sú yfirfærsla klárist í vikunni og er búið að boða til fundar með kröfuhöfum í næstu viku. 

Innherji
Fréttamynd

Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund

Einn farþega Play sem átti flug til Tenerife í morgun segist efast um að hún og fjölskyldan muni fara til Tene í bráð. Flugmiðar sem hún hafi skoðað í morgun hafi síðan þá hækkað um tugi þúsunda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­gjöld ekki hækkuð af á­settu ráði

Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en á­stæðan sorg­leg

Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­vænt og líka mjög leiðin­legt“

„Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“

Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föst í Portúgal: „Sið­laust“ að fljúga vélunum út í morgun

Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Hver fyrir sig hvað það varðar“

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fara yfir stöðuna vegna Play og skipu­leggja sig

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegar Play í Kefla­vík klóra sér í kollinum

Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play er gjald­þrota

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kæmi ekki á ó­vart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðis­firði verði lokað

Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu.

Innherji