Erlent

„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Þörf er á breytingum en það má ekki ræða breytingar. Samhljómur er um þetta hjá þáttastjórnendum kvöldþátta Bandaríkjanna sem tjáðu sig um árásina í Las Vegas.
Þörf er á breytingum en það má ekki ræða breytingar. Samhljómur er um þetta hjá þáttastjórnendum kvöldþátta Bandaríkjanna sem tjáðu sig um árásina í Las Vegas.

Skotárásum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þær hafa orðið skæðari. Þörf er á breytingum en það má ekki ræða breytingar. Samhljómur er um þetta hjá þáttastjórnendum kvöldþátta Bandaríkjanna sem tjáðu sig um árásina í Las Vegas.

Þeir eru einnig sammála um að árásum sem þessum fylgja ávalt sögur af hetjudáðum. Stórum og smáum.

„Ég hef unnið þetta starf í 24 ár,“ sagði Conan O‘Brian. „Þegar ég byrjaði árið 1993 voru árásir sem þessar einstaklega sjaldgæfar.“ Hann sagði það ekki gerast að þáttastjórnendur og grínistar þyrftu að tjá sig um skátárásir sem þessar.

„Þegar ég mætti í vinnuna í dag stóð yfir-textahöfundur minn í skrifstofunni minni með nokkur blöð og hann sagði: „Hér eru ummæli þín eftir árásirnar í Sandy Hook og Pulse-klúbbnum í Orlando. Þú vilt kannski fara yfir þau og sjá hvað þú vilt segja í kvöld.“ Þetta sló mig.“

„Hvernig getur verið til skrá um ummæli þáttastjórnanda um skotárásir? Hvenær varð það eðlilegt? Hvenær varð þetta að athöfn og hvað segir það um okkur?“

Stephen Colbert beindi orðum sínum til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og bað hann um að gera það sem tveimur síðustu forestum hefði mistekist. Eitthvað. Það væri heigulsháttur að gera ekki neitt.

Hjá Jimmy Fallon tóku þau Miley Cirus og Adam Sandler lagið No Freedom og Seth Meyers bað þingmenn um að viðurkenna að þeir ætli aldrei að tala um byssueign í Bandaríkjunum, í stað þess að segja sífellt að það sé ótímabært.

Stephen Colbert Trevor Noah Conan Seth Meyers James Corden Jimmy Kimmel Jimmy Fallon

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×