Þór/KA liðið varð Íslandsmeistari eftir 2-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á fimmtudaginn. Þetta er aðeins annar Íslandsmeistaratitill Þór/KA í sögunni.
Fyrirliðinn Sandra María Jessen segir frá því á Twitter að stelpurnar í Þór/KA liðinu séu uppteknar við fjáröflun í þessari viku.
Stelpurnar eru ekkert orðnar of góðar með sig þrátt fyrir frábæra frammistöðu í sumar og að þær séu örugglega vinsælustu konur bæjarins í dag.
Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, vörutalning í dag og þrjár aðrar í vikunni #FotboltiNet#utanbæjarlið@thorkastelpur@Fotboltinetpic.twitter.com/VihguMTeW5
— Sandra María Jessen (@sandrajessen7) October 1, 2017
„Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, vörutalning í dag og þrjár aðrar í vikunni,“ skrifaði Sandra María Jessen á Twitter.
Sandra María Jessen skoraði einmitt fyrra mark Þór/KA í leiknum mikilvæga á móti FH eftir stoðsendingu frá Önnu Rakel Pétursdóttur og Sandra Stephany Mayor skoraði seinna markið eftir einleik.