Bandaríkjamennirnir Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir þeirra á gangverki sameinda sem stjórna líkamsklukku manna.
Líf á jörðu stjórnast af snúningi jarðar og um árabil hefur það verið vitað að lifandi verur hafi að geyma innri lífklukku sem aðstoðar við það að aðlagast hrynjanda dagsins. Hins vegar hefur spurningunni um það hvernig sú klukka virkar ekki verið svarað.

Uppgötvanir þeirra varpa ljósi á það hvernig plöntur, dýr og menn aðlaga líffræðilega klukku sína svo hún sé í takt við snúning jarðar.
Líffræðileg klukka manna hjálpar til við það að stjórna svefnmynstri, matarvenjum, losun hormóna, blóðþrýstingi og líkamshita.
Verðlaun í eðlisfræði á morgun
Japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin á síðasta ári fyrir mikilvægar uppgötvanir sínar á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“.
Fundurinn var í beinni útsendingu á Youtube-síðu verðlaunanna og má sjá upptöku frá afhendingunni hér að neðan.
Á morgun mun nefndin tilkynna hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði.