Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason og Þór/KA stúlkan Sandra Stephany Mayor voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna en þau voru einnig markakóngar. Skoruðu bæði 19 mörk í sumar.
Stjörnufólkið Alex Þór Hauksson og Agla María Albertsdóttir voru valin efnilegust.
Gunnar Jarl Jónsson var svo valinn dómari ársins í Pepsi-deild karla og Bríet Bragadóttir í Pepsi-deild kvenna.
