Erlent

Mannskæðasti mánuður ársins í Sýrlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Meðlimir stjórnarhers Sýrlands.
Meðlimir stjórnarhers Sýrlands. Vísir/AFP
Fleiri létu lífið í átökunum í Sýrlandi í september en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árs. Þetta segja bresku mannréttindasamtökin SOHR. Samtökin segja rúmlega 3.300 manns hafa fallið í átökunum í síðasta mánuði, þar af 995 óbreytta borgara.

Mannfallið má rekja til átaka milli ólíkra hópa uppreisnarmanna, stjórnarliða og hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, en einnig til loftárása. Telur SOHR að um sjötíu prósent þeirra óbreyttu borgara sem létu lífið í mánuðinum sem leið hafi fallið í loftárásum sýrlensku ríkisstjórnarinnar, Rússlands eða Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.


Tengdar fréttir

Kúrdar beittir þrýstingi

Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×