Alþjóðleg markaðsyfirráð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2017 10:30 Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira