Að vera vansvefta Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 19. október 2017 20:30 Hallgerður Hallgrímsdóttir Kannast lesendur við hugtakið rofinn svefn? Að trufla svefn fólks er þekkt pyntingaraðferð, notuð í góðu eða slæmu af Pinochet, fangavörðum Guantánamo Bay, yfirboðurum heilbrigðisstarfsfólks og kornabörnum. Flest erum við samt okkar eigin pyntingarmeistarar og húkum frameftir öllu starandi á ýmsar gerðir skjátækja. Vitandi að við munum þurfa að vakna til að mæta til skóla, vinnu, í ræktina eða til að sinna kornabörnum. Við gætum svo bætt þetta aðeins upp með því að leggja okkur eftir hádegismatinn en það er víst ekki í okkar menningu, heldur fyrir suðræna letihauga.BlundurEf ég er spurð um áhugamál þá langar mig oft að svara að mér finnist svakalega gott að leggja mig. En ég held að það megi ekki. Það er nefnilega aumingjaskapur að leggja sig. Reyndar hef ég stóran hluta lífsins reynt að fela það hvað ég legg mig oft og hvað ég get sofið lengi um helgar. Ég hef samt líka duflað við vökurnar og oft ekki vílað fyrir mér að vaka heilu sólarhringana ef verkefnaskil vofa yfir. Samt held ég að ég hafi ekki vitað hvað það var að vera þreytt fyrr en ég kom heim af spítalanum með kornabarn.Leggja sigHafið ykkur hæg, ég hef heldur aldrei þolað að vera sagt að maður muni skilja hitt og þetta þegar maður eignist börn. Þegar barnlaust fólk talar um að vera þreytt þá heyrir maður næstum í augunum ranghvolfast í örmagna tóftum barnafólksins. En það brakar jafnvel enn hærra í augntóftum barnlausa fólksins þegar foreldrar voga sér að yrða það að þau viti bara ekki hvað þreyta sé fyrr en þau kynnast þeirri ofskynjana-trukkayfirkeyrslu-stífkrampa-þreytu sem fylgi því að eiga börn. Munurinn á skilafrestum, næturvöktum og löngum flugleggjum annarsvegar og kornabörnum hinsvegar er mjög stór: Annað tekur mjög ákveðinn enda, en ekki börnin.KríaÉg veit samt alveg að það er fullt af þreyttu fólki þarna úti sem á ekki börn og að þar liggur kannski pirringshundurinn grafinn. Langvinnir sjúkdómar, þunglyndi, sársauki í hjarta og líkama geta rænt fólk svefni sínum rétt eins og litlar manneskjur. Nema hvað litlu manneskjurnar gefa líka bros og kúr. Mjög svo væra barnið mitt er líka svo heppið að vera bæði hraust, ófatlað og eiga ekki bara tvo foreldra heldur gommu af ömmum og öfum, frænkum og frændum. Svo ég bara skil alveg að einstaka sinnum séu börn lögð inn á barnaspítalann til að foreldrarnir geti sofið.LúrSvefn er hluti af mér. Ég er svefninn minn. Þegar ég er afslöppuð og örugg get ég sofnað hvar sem er. Og uppsker gjarnan öfund ferðafélaga minna. En þegar mikið er í gangi, verkefni og flækjur sem þarf að leysa, þarf ég einhvern veginn að fara yfir þær á koddanum. Stundum er það æðislegt, hugmyndirnar koma flæðandi að eins og hlýr sjór í stórstreymi. Geggjaðar uppskriftir, titlar á listaverk eða „dag“-draumar. En stundum þarf að fara yfir allt það hrikalega heimskulega sem maður hefur sagt undanfarið eða búa til lista, endalausa lista, yfir þrif, fjárútlát og ósenda tölvupósta. Og þegar maður vaknar ítrekað til að sinna litla undrinu sínu er eins og þessi tími á koddanum margfaldist. Spírallinn ýkist og lengist og bullið með. Það sem er svo verst af öllu er að ég verð leiðinlegri. Þráðurinn styttist í ekki neitt og ég rokka á milli þess að vera alveg sama og sjúklega afskiptasöm. Er svefnleysi ástæðan fyrir því að fólk er stundum svona ókurteist?DúrÞað er samt ekkert svo örmagnandi að vakna á þriggja tíma fresti til að sinna smábarninu sínu þegar það er nokkurn veginn það eina sem maður gerir. En ég stend einhvern veginn í þeirri meiningu að ég sé meira en móðir. Að til að týna mér ekki alveg og mögulega vitinu með þurfi ég að skrifa, skúra, funda, dunda, spinna og vinna. Þessi pistill er skrifaður þegar ég hefði átt að vera sofandi. En þegar ég skila honum inn verð ég reyndar komin í nokkurs konar frí. Þá ætla ég að gera eins og stendur á öllum mömmuheimasíðunum (pabbaheimasíður hafa ekki enn orðið á mínum netvegi) og „sleep when the baby sleeps“. Eða ekki og gera allt hitt sem mig langar, eins og að naglalakka mig, njóta matarins, drekka eitt viskístaup, lesa djúsí kommentaþræði, horfa á 4. seríu af Skam og liggja í hálsakotinu á manninum mínum. Við sofum líklega öll of lítið, en það er kannski ekki börnunum að kenna, heldur öllu hinu.Pistillinn birtist fyrst í júlí/ágúst tölublaði Glamour þar sem Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur. Mest lesið Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour Erindagjörðir Kim Kardashian: Frumleg markaðsherferð? Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Er Karl að kveðja? Glamour Bpro dreifingaraðili ársins hjá LabelM Glamour Pharrell viðurkennd tískugoðsögn Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour
Kannast lesendur við hugtakið rofinn svefn? Að trufla svefn fólks er þekkt pyntingaraðferð, notuð í góðu eða slæmu af Pinochet, fangavörðum Guantánamo Bay, yfirboðurum heilbrigðisstarfsfólks og kornabörnum. Flest erum við samt okkar eigin pyntingarmeistarar og húkum frameftir öllu starandi á ýmsar gerðir skjátækja. Vitandi að við munum þurfa að vakna til að mæta til skóla, vinnu, í ræktina eða til að sinna kornabörnum. Við gætum svo bætt þetta aðeins upp með því að leggja okkur eftir hádegismatinn en það er víst ekki í okkar menningu, heldur fyrir suðræna letihauga.BlundurEf ég er spurð um áhugamál þá langar mig oft að svara að mér finnist svakalega gott að leggja mig. En ég held að það megi ekki. Það er nefnilega aumingjaskapur að leggja sig. Reyndar hef ég stóran hluta lífsins reynt að fela það hvað ég legg mig oft og hvað ég get sofið lengi um helgar. Ég hef samt líka duflað við vökurnar og oft ekki vílað fyrir mér að vaka heilu sólarhringana ef verkefnaskil vofa yfir. Samt held ég að ég hafi ekki vitað hvað það var að vera þreytt fyrr en ég kom heim af spítalanum með kornabarn.Leggja sigHafið ykkur hæg, ég hef heldur aldrei þolað að vera sagt að maður muni skilja hitt og þetta þegar maður eignist börn. Þegar barnlaust fólk talar um að vera þreytt þá heyrir maður næstum í augunum ranghvolfast í örmagna tóftum barnafólksins. En það brakar jafnvel enn hærra í augntóftum barnlausa fólksins þegar foreldrar voga sér að yrða það að þau viti bara ekki hvað þreyta sé fyrr en þau kynnast þeirri ofskynjana-trukkayfirkeyrslu-stífkrampa-þreytu sem fylgi því að eiga börn. Munurinn á skilafrestum, næturvöktum og löngum flugleggjum annarsvegar og kornabörnum hinsvegar er mjög stór: Annað tekur mjög ákveðinn enda, en ekki börnin.KríaÉg veit samt alveg að það er fullt af þreyttu fólki þarna úti sem á ekki börn og að þar liggur kannski pirringshundurinn grafinn. Langvinnir sjúkdómar, þunglyndi, sársauki í hjarta og líkama geta rænt fólk svefni sínum rétt eins og litlar manneskjur. Nema hvað litlu manneskjurnar gefa líka bros og kúr. Mjög svo væra barnið mitt er líka svo heppið að vera bæði hraust, ófatlað og eiga ekki bara tvo foreldra heldur gommu af ömmum og öfum, frænkum og frændum. Svo ég bara skil alveg að einstaka sinnum séu börn lögð inn á barnaspítalann til að foreldrarnir geti sofið.LúrSvefn er hluti af mér. Ég er svefninn minn. Þegar ég er afslöppuð og örugg get ég sofnað hvar sem er. Og uppsker gjarnan öfund ferðafélaga minna. En þegar mikið er í gangi, verkefni og flækjur sem þarf að leysa, þarf ég einhvern veginn að fara yfir þær á koddanum. Stundum er það æðislegt, hugmyndirnar koma flæðandi að eins og hlýr sjór í stórstreymi. Geggjaðar uppskriftir, titlar á listaverk eða „dag“-draumar. En stundum þarf að fara yfir allt það hrikalega heimskulega sem maður hefur sagt undanfarið eða búa til lista, endalausa lista, yfir þrif, fjárútlát og ósenda tölvupósta. Og þegar maður vaknar ítrekað til að sinna litla undrinu sínu er eins og þessi tími á koddanum margfaldist. Spírallinn ýkist og lengist og bullið með. Það sem er svo verst af öllu er að ég verð leiðinlegri. Þráðurinn styttist í ekki neitt og ég rokka á milli þess að vera alveg sama og sjúklega afskiptasöm. Er svefnleysi ástæðan fyrir því að fólk er stundum svona ókurteist?DúrÞað er samt ekkert svo örmagnandi að vakna á þriggja tíma fresti til að sinna smábarninu sínu þegar það er nokkurn veginn það eina sem maður gerir. En ég stend einhvern veginn í þeirri meiningu að ég sé meira en móðir. Að til að týna mér ekki alveg og mögulega vitinu með þurfi ég að skrifa, skúra, funda, dunda, spinna og vinna. Þessi pistill er skrifaður þegar ég hefði átt að vera sofandi. En þegar ég skila honum inn verð ég reyndar komin í nokkurs konar frí. Þá ætla ég að gera eins og stendur á öllum mömmuheimasíðunum (pabbaheimasíður hafa ekki enn orðið á mínum netvegi) og „sleep when the baby sleeps“. Eða ekki og gera allt hitt sem mig langar, eins og að naglalakka mig, njóta matarins, drekka eitt viskístaup, lesa djúsí kommentaþræði, horfa á 4. seríu af Skam og liggja í hálsakotinu á manninum mínum. Við sofum líklega öll of lítið, en það er kannski ekki börnunum að kenna, heldur öllu hinu.Pistillinn birtist fyrst í júlí/ágúst tölublaði Glamour þar sem Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur.
Mest lesið Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour Erindagjörðir Kim Kardashian: Frumleg markaðsherferð? Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Er Karl að kveðja? Glamour Bpro dreifingaraðili ársins hjá LabelM Glamour Pharrell viðurkennd tískugoðsögn Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour