Viðurkenndi að hafa svindlað á móti Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:45 Amandine Henry og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu í leiknum á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira