Olíuöldinni fer senn að ljúka þorvaldur Gylfason skrifar 19. október 2017 07:00 Það var ekki skortur á steinum sem leiddi til þess að steinöldinni lauk eins og Sjeik Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Sádi-Arabíu 1962-1986, segir stundum þegar hann slær á létta strengi. Og það er ekki heldur skortur á olíu sem veldur því að nú er útlit fyrir að olíuöldinni fari senn að ljúka. Hvernig þá? Skoðum málið.Hrakspár rættust ekki Undangengna áratugi hafa margir spáð olíuþurrð og skorti á öðrum hráefnum vegna ofnotkunar. Hægjum heldur á vextinum, sögðu sumir. Slíkar hrakspár hafa þó ekki rætzt m.a. vegna þess að hráefnaverð á heimsmarkaði tekur mið af framboði og eftirspurn. Þegar menn kviðu olíuþurrð þá hækkaði olíuverð og dró úr olíunotkun. Og þegar ný tækni eykur framboð á olíu og gasi þá lækkar verðið. Einkum þess vegna er olíuverð nú helmingi lægra á heimsmarkaði en það var 2014 og sýnir engin merki um hækkun í vændum, a.m.k. ekki af markaðsástæðum. Hitt virðist nú líklegra að olíuverð eigi eftir að standa í stað eða jafnvel lækka enn frekar næstu ár vegna aukins framboðs af völdum nýrrar tækni frá 2008 sem gerir kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt (e. hydrolic fracturing eða bara fracking). Lækkun olíuverðs er ásamt aukinni samkeppni ein helzta skýringin á lágum flugfargjöldum undangengin ár og þá um leið á stríðum straumi ferðamanna m.a. hingað heim. Lækkun olíuverðs kemur sér einnig vel í sjávarútvegi þar eð olía á fiskiskip vegur þungt í rekstrarkostnaði útvegsfyrirtækja.Vatnaskil í vændum Ég var að segja að olíuverð sé ekki líklegt til að hækka aftur af markaðsástæðum. Hitt gæti þó gerzt að stjórnvöld teldu rétt að leggja gjald á eldsneyti til að draga úr notkun þess og þar með úr hlýnun loftslags og annarri mengun. Þetta hefði e.t.v. þurft að gera strax 2014 þegar eldsneytisverð tók að lækka fyrir alvöru, en stjórnvöld innan lands og utan sinntu því ekki. Svo getur þó farið að sinnuleysi stjórnvalda komi ekki mjög að sök ef markaðsöflin fylla skarðið. Um tveir þriðju hlutar allrar olíunotkunar heimsins skrifast á samgöngutæki, þar af um 80% á bílaflotann, fólksbíla og vörubíla, 8% á flugvélar og enn minna á skip. Nú þegar er þriðji hver bíll í Noregi rafknúinn. Ætla má að önnur Evrópulönd fylgi fordæmi Norðmanna næstu ár. Kínverjar leggja kapp á öra rafvæðingu bílaflotans þar eystra. Flest helztu bílafyrirtæki heimsins hafa metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafbíla. Volvo segist t.d. ætla að framleiða rafbíla eingöngu frá 2019. Rafvélar hafa þíðan gang og nær hljóðlausan og henta bílum og járnbrautum því betur en bensínknúnir sprengihreyflar með öllum sínum rykkjum og skrykkjum. Þetta bendir til samdráttar í olíunotkun næstu ár. Þá mun birta yfir kínverskum borgum sem eru nú stundum svo reykmettaðar sumar að menn sjá þar varla handa sinna skil. Sama gerðist í London á sinni tíð þegar hestvagnar viku fyrir bílum og mengun í borginni snarminnkaði þar eð útblásturinn frá bílunum var svo miklu minni en frá hrossunum. En þá mun einnig syrta yfir Rússlandi og öðrum olíuútflutningslöndum sem hafa ekki gætt þess að byggja upp aðra útflutningsatvinnuvegi við hlið olíunnar.Rafmagn og Norðurljós Rafhlöður eru enn sem komið er þyngri en svo að stórar flugvélar geti borið þær. Það skiptir þó ekki miklu máli vegna þess að bílaflotinn, sem er nú sem óðast að venja sig af olíuþambi, notar tíu sinnum meira af olíu en flugflotinn. Skipaflotinn getur borið þungar rafhlöður. Tækniframfarir í boði rafmagnsverkfræðinnar munu bjóða upp á sífellt öflugri og léttari rafhlöður ár fram af ári. Kannski geta þær einnig knúið flugvélar í framtíðinni. Aukin raforkuframleiðsla þarf að vera sem hreinust. Kínverjar o.fl. framleiða rafmagn m.a. með kolabrennslu. Margir hafa lýst áhyggjum af útblæstri flugvéla. Þær áhyggjur hljóta að víkja þegar bílafloti heimsins og jafnvel skipaflotinn líka hætta að blása frá sér reyk. Þá getum við vonandi haldið áfram að fljúga glöð um heiminn án þess að hafa áhyggjur af sporunum sem við skiljum eftir okkur í himinhvolfinu. Og þá halda ferðamenn kannski áfram að sækja okkur heim. Og þá er kannski minni ástæða en ella til að reikna með gengisfalli krónunnar. Og þá … Og þá þurfum við kannski ekki lengur að furða okkur á því hvers vegna heimshagkerfið er nú í uppsveiflu og hlutabréfaverð er í sögulegu hámarki þótt stjórnmálaástandið sé víða verra og ótryggara en áður. Okkur munar um annan eins búhnykk og langvinna og jafnvel viðvarandi lækkun olíuverðs um helming eða meira. Einar Benediktsson skáld hefði glaðzt við þessi tíðindi, þykist ég vita. Hann elskaði rafmagn. Hann hefði einnig, upphafsmaðurinn, glaðzt yfir því að Norðurljósin eru nú orðin mikils háttar söluvara. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Það var ekki skortur á steinum sem leiddi til þess að steinöldinni lauk eins og Sjeik Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Sádi-Arabíu 1962-1986, segir stundum þegar hann slær á létta strengi. Og það er ekki heldur skortur á olíu sem veldur því að nú er útlit fyrir að olíuöldinni fari senn að ljúka. Hvernig þá? Skoðum málið.Hrakspár rættust ekki Undangengna áratugi hafa margir spáð olíuþurrð og skorti á öðrum hráefnum vegna ofnotkunar. Hægjum heldur á vextinum, sögðu sumir. Slíkar hrakspár hafa þó ekki rætzt m.a. vegna þess að hráefnaverð á heimsmarkaði tekur mið af framboði og eftirspurn. Þegar menn kviðu olíuþurrð þá hækkaði olíuverð og dró úr olíunotkun. Og þegar ný tækni eykur framboð á olíu og gasi þá lækkar verðið. Einkum þess vegna er olíuverð nú helmingi lægra á heimsmarkaði en það var 2014 og sýnir engin merki um hækkun í vændum, a.m.k. ekki af markaðsástæðum. Hitt virðist nú líklegra að olíuverð eigi eftir að standa í stað eða jafnvel lækka enn frekar næstu ár vegna aukins framboðs af völdum nýrrar tækni frá 2008 sem gerir kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt (e. hydrolic fracturing eða bara fracking). Lækkun olíuverðs er ásamt aukinni samkeppni ein helzta skýringin á lágum flugfargjöldum undangengin ár og þá um leið á stríðum straumi ferðamanna m.a. hingað heim. Lækkun olíuverðs kemur sér einnig vel í sjávarútvegi þar eð olía á fiskiskip vegur þungt í rekstrarkostnaði útvegsfyrirtækja.Vatnaskil í vændum Ég var að segja að olíuverð sé ekki líklegt til að hækka aftur af markaðsástæðum. Hitt gæti þó gerzt að stjórnvöld teldu rétt að leggja gjald á eldsneyti til að draga úr notkun þess og þar með úr hlýnun loftslags og annarri mengun. Þetta hefði e.t.v. þurft að gera strax 2014 þegar eldsneytisverð tók að lækka fyrir alvöru, en stjórnvöld innan lands og utan sinntu því ekki. Svo getur þó farið að sinnuleysi stjórnvalda komi ekki mjög að sök ef markaðsöflin fylla skarðið. Um tveir þriðju hlutar allrar olíunotkunar heimsins skrifast á samgöngutæki, þar af um 80% á bílaflotann, fólksbíla og vörubíla, 8% á flugvélar og enn minna á skip. Nú þegar er þriðji hver bíll í Noregi rafknúinn. Ætla má að önnur Evrópulönd fylgi fordæmi Norðmanna næstu ár. Kínverjar leggja kapp á öra rafvæðingu bílaflotans þar eystra. Flest helztu bílafyrirtæki heimsins hafa metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafbíla. Volvo segist t.d. ætla að framleiða rafbíla eingöngu frá 2019. Rafvélar hafa þíðan gang og nær hljóðlausan og henta bílum og járnbrautum því betur en bensínknúnir sprengihreyflar með öllum sínum rykkjum og skrykkjum. Þetta bendir til samdráttar í olíunotkun næstu ár. Þá mun birta yfir kínverskum borgum sem eru nú stundum svo reykmettaðar sumar að menn sjá þar varla handa sinna skil. Sama gerðist í London á sinni tíð þegar hestvagnar viku fyrir bílum og mengun í borginni snarminnkaði þar eð útblásturinn frá bílunum var svo miklu minni en frá hrossunum. En þá mun einnig syrta yfir Rússlandi og öðrum olíuútflutningslöndum sem hafa ekki gætt þess að byggja upp aðra útflutningsatvinnuvegi við hlið olíunnar.Rafmagn og Norðurljós Rafhlöður eru enn sem komið er þyngri en svo að stórar flugvélar geti borið þær. Það skiptir þó ekki miklu máli vegna þess að bílaflotinn, sem er nú sem óðast að venja sig af olíuþambi, notar tíu sinnum meira af olíu en flugflotinn. Skipaflotinn getur borið þungar rafhlöður. Tækniframfarir í boði rafmagnsverkfræðinnar munu bjóða upp á sífellt öflugri og léttari rafhlöður ár fram af ári. Kannski geta þær einnig knúið flugvélar í framtíðinni. Aukin raforkuframleiðsla þarf að vera sem hreinust. Kínverjar o.fl. framleiða rafmagn m.a. með kolabrennslu. Margir hafa lýst áhyggjum af útblæstri flugvéla. Þær áhyggjur hljóta að víkja þegar bílafloti heimsins og jafnvel skipaflotinn líka hætta að blása frá sér reyk. Þá getum við vonandi haldið áfram að fljúga glöð um heiminn án þess að hafa áhyggjur af sporunum sem við skiljum eftir okkur í himinhvolfinu. Og þá halda ferðamenn kannski áfram að sækja okkur heim. Og þá er kannski minni ástæða en ella til að reikna með gengisfalli krónunnar. Og þá … Og þá þurfum við kannski ekki lengur að furða okkur á því hvers vegna heimshagkerfið er nú í uppsveiflu og hlutabréfaverð er í sögulegu hámarki þótt stjórnmálaástandið sé víða verra og ótryggara en áður. Okkur munar um annan eins búhnykk og langvinna og jafnvel viðvarandi lækkun olíuverðs um helming eða meira. Einar Benediktsson skáld hefði glaðzt við þessi tíðindi, þykist ég vita. Hann elskaði rafmagn. Hann hefði einnig, upphafsmaðurinn, glaðzt yfir því að Norðurljósin eru nú orðin mikils háttar söluvara. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun