Bill Murray kemur fram á Listahátíð í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2017 15:53 Bill Murray kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 14. og 15. júní á næsta ári. Þema Listahátíðar árið 2018 verður HEIMA. Þemað skapar merkingarbært samhengi og dýpt í verkefnaval hátíðarinnar og tengir og speglar annars óskylda viðburði á áhugaverðan hátt. Á meðal þeirra sem koma fram á Listahátíðinni í ár er Bill Murray samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á næsta ári.Hann verður opinn alla dagana sem hátíðin varir eða frá 1. til 17. júní næstkomandi og verður að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Efnt verður til samkeppni um útlit klúbbsins meðal listamanna og hönnuða sem verður auglýst í nóvember næstkomandi. Öll dagskráin verður tilkynnt í lok mars á næsta ári en búið er að kynna smá brot af því sem gestir hátíðarinnar geta átt von á. NEW WORLDSKvikmyndaleikarinn heimsþekkti og ólíkindatólið Bill Murray kemur aðdáendum sínum enn einu sinni á óvart. Nú með samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara. Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær. Sýnt í Eldborg, Hörpu 14. & 15.júní 2018.BRÆÐURÍslenska óperan í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands sýna fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Danmörku. Óperan er byggð á kvikmyndinni Brothers eftir Susanne Bier. Sýnt í Eldborg, Hörpu 9.júní 2018. MAHLER nr.2Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Upprisusinfóníu Mahlers nr.2. Hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýlega hljóðritað sinfóníuna með Minnesota- hljómsveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju kemur fram í stækkaðri mynd en einsöngvarar eru Christiane Karg og Sasha Cooke. Sýnt í Eldborg, Hörpu 1.júní 2018.EDDARobert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og er þessi sýning ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði. Sýnt í Borgarleikhúsinu 16. & 17.júní 2018.ÞAR RÍKIR FEGURÐIN EINÁ þessari viðamiklu myndlistasýningu verða verk eftir listamenn sem mótað hafa íslenska listasögu allt frá upphafi 20. aldar og til samtímans en nokkur hluti verkanna verður nýr og unninn sérstaklega fyrir sýninguna. Sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 1.júní – 30.sept 2018.ÓÐUR OG FLEXAÍslenski dansflokkurinn sýnir glænýja sýningu um vinina Óð og Flexu. Eftir ævintýralegt afmælispartý er allt á rúi og stúi heima hjá Óði og Flexu. Þau eru ennþá uppveðruð eftir að hafa ferðast um heima og geima með ímyndunaraflinu og nenna ómögulega að taka til eftir sig. Þá birtist þeim óvæntur gestur. Hver er hann? Hvaðan kom hann? Sýnt í Borgarleikhúsinu 2.júní og 3.júní 2018. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þema Listahátíðar árið 2018 verður HEIMA. Þemað skapar merkingarbært samhengi og dýpt í verkefnaval hátíðarinnar og tengir og speglar annars óskylda viðburði á áhugaverðan hátt. Á meðal þeirra sem koma fram á Listahátíðinni í ár er Bill Murray samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á næsta ári.Hann verður opinn alla dagana sem hátíðin varir eða frá 1. til 17. júní næstkomandi og verður að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Efnt verður til samkeppni um útlit klúbbsins meðal listamanna og hönnuða sem verður auglýst í nóvember næstkomandi. Öll dagskráin verður tilkynnt í lok mars á næsta ári en búið er að kynna smá brot af því sem gestir hátíðarinnar geta átt von á. NEW WORLDSKvikmyndaleikarinn heimsþekkti og ólíkindatólið Bill Murray kemur aðdáendum sínum enn einu sinni á óvart. Nú með samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara. Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær. Sýnt í Eldborg, Hörpu 14. & 15.júní 2018.BRÆÐURÍslenska óperan í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands sýna fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Danmörku. Óperan er byggð á kvikmyndinni Brothers eftir Susanne Bier. Sýnt í Eldborg, Hörpu 9.júní 2018. MAHLER nr.2Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Upprisusinfóníu Mahlers nr.2. Hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýlega hljóðritað sinfóníuna með Minnesota- hljómsveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju kemur fram í stækkaðri mynd en einsöngvarar eru Christiane Karg og Sasha Cooke. Sýnt í Eldborg, Hörpu 1.júní 2018.EDDARobert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og er þessi sýning ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði. Sýnt í Borgarleikhúsinu 16. & 17.júní 2018.ÞAR RÍKIR FEGURÐIN EINÁ þessari viðamiklu myndlistasýningu verða verk eftir listamenn sem mótað hafa íslenska listasögu allt frá upphafi 20. aldar og til samtímans en nokkur hluti verkanna verður nýr og unninn sérstaklega fyrir sýninguna. Sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 1.júní – 30.sept 2018.ÓÐUR OG FLEXAÍslenski dansflokkurinn sýnir glænýja sýningu um vinina Óð og Flexu. Eftir ævintýralegt afmælispartý er allt á rúi og stúi heima hjá Óði og Flexu. Þau eru ennþá uppveðruð eftir að hafa ferðast um heima og geima með ímyndunaraflinu og nenna ómögulega að taka til eftir sig. Þá birtist þeim óvæntur gestur. Hver er hann? Hvaðan kom hann? Sýnt í Borgarleikhúsinu 2.júní og 3.júní 2018.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira