Meira grín heldur en alvara 19. október 2017 09:00 The Snowman er kjánaleg með eindæmum. The Snowman er byggð á samnefndum reyfara eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø, sjöundu bókinni í röðinni um drykkfellda en fluggáfaða rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole (þetta eftirnafn er víst borið fram „húle“ á móðurmálinu). Ætlunin hjá aðstandendum hefur vissulega verið sú að keyra í gang glænýja seríu í líkingu við myndirnar um Jack Reacher eða Alex Cross, en hér eltist herra Hole við fjöldamorðingja sem virðist alltaf fremja voðaverk sín þegar fyrsti snjór vetrarins fellur. Morðingi þessi gefur sér yfirleitt tíma til þess að stilla upp snjóköllum eða kasta snjóboltum til að hrella verðandi fórnarlömb sín, á meðan áhorfandinn flissar. Þrátt fyrir að söguþráður myndarinnar eigi það til að detta í óbeinan farsa er erfitt að búast við einhverju slöku þegar svona öflugur hópur fagfólks kemur að henni. Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Tomas Alfredson hefur sýnt færni í smámunasemi, afbragðstök á leikurum og oftast dálæti á því að gera andrúmsloftið að heilli aukapersónu. Þetta er hinn sami og gerði t.d. Tinker Tailor Soldier Spy, Låt den rätte komma in og (ótrúlegt en satt?…) bíómyndina um Bert. Alfredson er umkringdur öflugu samstarfsfólki, fyrir framan og aftan vélina. Meistari Martin Scorsese er einn af framleiðendunum og hefur klipparinn Thelma Schoonmaker sjaldan brugðist frekar en tökumaðurinn Dion Beebe. Þetta er allt fólk í heimsklassa, en einhvern veginn verður útkoman að svellköldum hrossaskít sem er líklegri til að vekja kjánahroll og hlátur í ómældu magni frekar en gæsahúð. Frá framvindu til samsetningar eða almenns trúverðugleika höfum við hér eitt stórmerkilegt klúður. Liggur við að það sé aðdáunarvert (ef ekki efni í skylduáhorf) hvernig langflestar deildir missa marks; handritið, leikstjórnin, tónlistarnotkunin (hefur nokkurn tímann eins alvarleg bíómynd notast tvisvar sinnum við lag í líkingu við Popcorn með Hot Butter? Af öllum). Og meira að segja klippingin er furðu viðvaningsleg á stundum.Flæðið er taktlaust sums staðar og til að kóróna allt eru fleiri göt í söguþræðinum heldur en telja má á fingrum beggja handa. Þetta gæti eitthvað tengst því að haugur af myndefni var klipptur úr lokaútgáfunni, af sýnishornum að dæma. Efniviðurinn er að vísu forvitnilegur en myndina skortir alla spennu, alla dulúð og kyrrð. The Snowman er eins og afsprengi hundrað sakamálauppskrifta, íslensku myndarinnar Grimmdar og linari útgáfu af Millennium-myndinni sem David Fincher gerði. Það eru þokkaleg skot hér og þar en stemningin kemur að jafnaði út eins og mislukkað afrit af afriti. Leikararnir eru flestir áreiðanlegir á góðum degi en heftir hérna af furðulegum hreimum (þetta gerist í Noregi, sjáið til) og handriti þar sem erfitt er að sjá hvað snýr upp eða niður. Allar tilraunir til persónudýptar missa marks í svona týndri framvindu.Michael Fassbender fer í gegnum myndina á sjálfsstýringu.Þegar kemur að þjáðum, brotnum mönnum hefur Michael Fassbender margsannað sig sem einn af þessum leikurum sem gætu túlkað slíka menn í svefni, en að því sögðu þá kemur hann hér út eins og hann sé á sjálfsstýringu. Rebeccu Ferguson virðist farnast örlítið betur miðað við mótleikara sinn en hún dettur í sömu gildrur og hefur bara ekki úr sérlega miklu að moða, eða það að kolvitlausar tökur hafi verið valdar oftar en ekki. Hérna fer nefnilega prýðisgott leikaraval til spillis, þó þurfi reyndar að sigta út krakkaleikara myndarinnar, enda hræðilegir allflestir. Annars hefði verið gaman að finna meira að gera fyrir Chloë Sevigny, James D’Arcy og Charlotte Gainsbourg svo einhverjir séu nefndir. Síðan er Val Kilmer efni í heila umræðu út af fyrir sig. Hann fær reyndar ekki nema nokkrar stuttar senur, en eftirminnilegar eru þær. Frammistaðan er stórfurðuleg og ber merki um að ekki hafi náðst mínúta af manninum edrú á filmu. Annaðhvort það eða að maðurinn hafi verið nýstiginn úr jaxlatöku í hvert skipti. Það er varla sjón að sjá Kilmer og hefur hann meira að segja verið illa „döbbaður“. Leikarinn og hans sérviska er þó aðeins dýrmætt brot af því sem gæti innsiglað það að The Snowman gæti átt sér langt líf framundan sem samansafn af skondnum klippum á YouTube, þar sem best má njóta vafasömu hápunktanna. Heildin hefði einmitt getað orðið æðislegt sorp ef myndin væri bara ekki svona furðuleiðinleg að mestu.Niðurstaða: Götótt, flöt, sundurlaus og klunnalega samsett mynd að nær öllu leyti. Svo slæm að næstum því má hafa gaman af henni. Næstum því. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The Snowman er byggð á samnefndum reyfara eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø, sjöundu bókinni í röðinni um drykkfellda en fluggáfaða rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole (þetta eftirnafn er víst borið fram „húle“ á móðurmálinu). Ætlunin hjá aðstandendum hefur vissulega verið sú að keyra í gang glænýja seríu í líkingu við myndirnar um Jack Reacher eða Alex Cross, en hér eltist herra Hole við fjöldamorðingja sem virðist alltaf fremja voðaverk sín þegar fyrsti snjór vetrarins fellur. Morðingi þessi gefur sér yfirleitt tíma til þess að stilla upp snjóköllum eða kasta snjóboltum til að hrella verðandi fórnarlömb sín, á meðan áhorfandinn flissar. Þrátt fyrir að söguþráður myndarinnar eigi það til að detta í óbeinan farsa er erfitt að búast við einhverju slöku þegar svona öflugur hópur fagfólks kemur að henni. Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Tomas Alfredson hefur sýnt færni í smámunasemi, afbragðstök á leikurum og oftast dálæti á því að gera andrúmsloftið að heilli aukapersónu. Þetta er hinn sami og gerði t.d. Tinker Tailor Soldier Spy, Låt den rätte komma in og (ótrúlegt en satt?…) bíómyndina um Bert. Alfredson er umkringdur öflugu samstarfsfólki, fyrir framan og aftan vélina. Meistari Martin Scorsese er einn af framleiðendunum og hefur klipparinn Thelma Schoonmaker sjaldan brugðist frekar en tökumaðurinn Dion Beebe. Þetta er allt fólk í heimsklassa, en einhvern veginn verður útkoman að svellköldum hrossaskít sem er líklegri til að vekja kjánahroll og hlátur í ómældu magni frekar en gæsahúð. Frá framvindu til samsetningar eða almenns trúverðugleika höfum við hér eitt stórmerkilegt klúður. Liggur við að það sé aðdáunarvert (ef ekki efni í skylduáhorf) hvernig langflestar deildir missa marks; handritið, leikstjórnin, tónlistarnotkunin (hefur nokkurn tímann eins alvarleg bíómynd notast tvisvar sinnum við lag í líkingu við Popcorn með Hot Butter? Af öllum). Og meira að segja klippingin er furðu viðvaningsleg á stundum.Flæðið er taktlaust sums staðar og til að kóróna allt eru fleiri göt í söguþræðinum heldur en telja má á fingrum beggja handa. Þetta gæti eitthvað tengst því að haugur af myndefni var klipptur úr lokaútgáfunni, af sýnishornum að dæma. Efniviðurinn er að vísu forvitnilegur en myndina skortir alla spennu, alla dulúð og kyrrð. The Snowman er eins og afsprengi hundrað sakamálauppskrifta, íslensku myndarinnar Grimmdar og linari útgáfu af Millennium-myndinni sem David Fincher gerði. Það eru þokkaleg skot hér og þar en stemningin kemur að jafnaði út eins og mislukkað afrit af afriti. Leikararnir eru flestir áreiðanlegir á góðum degi en heftir hérna af furðulegum hreimum (þetta gerist í Noregi, sjáið til) og handriti þar sem erfitt er að sjá hvað snýr upp eða niður. Allar tilraunir til persónudýptar missa marks í svona týndri framvindu.Michael Fassbender fer í gegnum myndina á sjálfsstýringu.Þegar kemur að þjáðum, brotnum mönnum hefur Michael Fassbender margsannað sig sem einn af þessum leikurum sem gætu túlkað slíka menn í svefni, en að því sögðu þá kemur hann hér út eins og hann sé á sjálfsstýringu. Rebeccu Ferguson virðist farnast örlítið betur miðað við mótleikara sinn en hún dettur í sömu gildrur og hefur bara ekki úr sérlega miklu að moða, eða það að kolvitlausar tökur hafi verið valdar oftar en ekki. Hérna fer nefnilega prýðisgott leikaraval til spillis, þó þurfi reyndar að sigta út krakkaleikara myndarinnar, enda hræðilegir allflestir. Annars hefði verið gaman að finna meira að gera fyrir Chloë Sevigny, James D’Arcy og Charlotte Gainsbourg svo einhverjir séu nefndir. Síðan er Val Kilmer efni í heila umræðu út af fyrir sig. Hann fær reyndar ekki nema nokkrar stuttar senur, en eftirminnilegar eru þær. Frammistaðan er stórfurðuleg og ber merki um að ekki hafi náðst mínúta af manninum edrú á filmu. Annaðhvort það eða að maðurinn hafi verið nýstiginn úr jaxlatöku í hvert skipti. Það er varla sjón að sjá Kilmer og hefur hann meira að segja verið illa „döbbaður“. Leikarinn og hans sérviska er þó aðeins dýrmætt brot af því sem gæti innsiglað það að The Snowman gæti átt sér langt líf framundan sem samansafn af skondnum klippum á YouTube, þar sem best má njóta vafasömu hápunktanna. Heildin hefði einmitt getað orðið æðislegt sorp ef myndin væri bara ekki svona furðuleiðinleg að mestu.Niðurstaða: Götótt, flöt, sundurlaus og klunnalega samsett mynd að nær öllu leyti. Svo slæm að næstum því má hafa gaman af henni. Næstum því.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira