Lífið

Skráningu í Jólastjörnuna 2017 lýkur í kvöld

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skráningu í Jólastjörnuna 2017 lýkur á miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 18. október.
Skráningu í Jólastjörnuna 2017 lýkur á miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 18. október.
Skráningu í Jólastjörnuna 2017 lýkur í kvöld á miðnætti. Í ár er Jólastjarnan haldin í sjöunda skiptið en þar keppa söngsnillingar 14 ára og yngri um tækifæri til að syngja á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins í Hörpunni. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpunnar þann 10. desember næstkomandi. 

Til að taka þátt skulu þátttakendur senda myndband af sér að syngja á skráningarsíðu Jólastjörnunnar á Vísi. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda hlekk á myndbandsupptöku af söngnum á skráningarsíðu Vísis.

12 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Þess má geta að Stöð 2 framleiðir sérstaka þætti um ferlið sem verða sýndir í nóvember.

Sjá einnig:Vinsælustu umsóknirnar í sögu Jólastjörnunnar

Guðrún Lilja Guðbjartsdóttir vann síðustu Jólastjörnu en Hálfdán Helgi Matthíasson söng á Jólagestum eftir að vinna Jólastjörnuna árið 2015. Jólastjarnan árið 2014 var Gunnar Hrafn Kristjánsson en Eik Haraldsdóttir vann keppnina árið 2013. Árið 2012 vann Stella Kaldalóns Jólastjörnuna en Aron Hannes Emilsson vann fyrstu keppnina árið 2011.

Hér fyrir neðan má sjá Guðrúnu Lilja Jólastjörnuna 2016 syngja á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins á síðasta ári.

Skráningin fer fram á visir.is/jolastjarnan lýkur á miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 18. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×