Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 16:01 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. Fjöldi fólks hefur fordæmt og mótmælt banninu á samfélagsmiðlum og þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér yfirlýsingar vegna lögbannsins en Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmdi lögbannið í gær. Rithöfundasambandið sendi svo frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun og fordæmdi lögbannið einnig. „Yfirvöldum í lýðræðissamfélagi ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið. Málfrelsi og frelsi einstaklinga og fjölmiðla til tjáningar og umfjöllunar er hornsteinn siðmenningar og lýðræðis.Valdbeiting gegn tjáningarfrelsi er aðför gegn lýðræðinu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upplýsta landi og skorum á sýslumann að afturkalla lögbann sitt. Lifi tjáningarfrelsið,“ sagi í yfirlýsingu Rithöfundasambandsins. Þá sendu PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið og vinna þeim málstað gagn heima og erlendis, einnig frá sér yfirlýsingu vegna lögbannsins þar sem það er líka fordæmt. „Það er óþolandi árás á tjáningarfrelsið að hægt sé að stöðva samfélagslega umræðu um mál sem varðar almenning án rannsóknar á því hvort viðkomandi fjölmiðlar hafi brotið lög og án efnislegrar fyrirtöku fyrir dómstólum og niðurstöðu þeirra. Aðfarir sýslumanns við lögbannsúrskurðinn, þar sem ekki var gert ráð fyrir því að forsvarsmenn Stundarinnar og Reykjavík Media hefðu svigrúm til þess að kalla eftir lögfræðiaðstoð og undirbúa andmæli við lögbannskröfunni, minna á rassíur yfirvalda í einræðisríkjum gagnvart fjölmiðlum og skapa hættulegt fordæmi. Tímasetning lögbannsins í aðdraganda alþingiskosninga gefur svo tilefni til grunsemda um að baki þess liggi stjórnmálalegar ástæður. Íslenskt réttarkerfi og opinberar stofnanir eiga að vera hafnar yfir allan vafa um slíkt, sérstaklega þegar um er að ræða frelsi blaðamanna, eina af grundvallarstoðum þess lýðæðisríkis sem Ísland reynir að vera. PEN á Íslandi krefst þess að Sýslumaðurinn í Reykjavík dragi lögbannsúrskurð sinn til baka og hvetur til þess að fram fari rannsókn á framgöngu sýslumanns í málinu öllu. Við skorum svo á næsta þing að hefja tafarlausa endurskoðun þeirra laga sem gera slíkar atlögur að tjáningarfrelsinu mögulegar,“ segir í yfirlýsingu PEN. Félag fréttamanna á RÚV sendi svo frá sér yfirlýsingu síðdegis en félagið fordæmir lögbannið líkt og önnur félagasamtök. „Félag fréttamanna fordæmir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr þrotabúi Glitnis. Í stjórnarskránni kemur fram að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þá megi aðeins setja tjáningarfrelsi skorður ef þær teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá kemur fram í lögum um fjölmiðla að markmið þeirra sé að stuðla að tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga. Félag fréttamanna bendir á að frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki fyrir lýðræði og sú umfjöllun, sem Stundin og Reykjavík Media hafa unnið upp úr gögnum þrotabúss Glitnis, varðar hagsmuni almennings. Félagið telur að lögbann sýslumanns gangi þvert gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og fjölmiðlalaga. Félagið lítur það mjög alvarlegum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðvuð,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna á RÚV. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. Fjöldi fólks hefur fordæmt og mótmælt banninu á samfélagsmiðlum og þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér yfirlýsingar vegna lögbannsins en Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmdi lögbannið í gær. Rithöfundasambandið sendi svo frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun og fordæmdi lögbannið einnig. „Yfirvöldum í lýðræðissamfélagi ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið. Málfrelsi og frelsi einstaklinga og fjölmiðla til tjáningar og umfjöllunar er hornsteinn siðmenningar og lýðræðis.Valdbeiting gegn tjáningarfrelsi er aðför gegn lýðræðinu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upplýsta landi og skorum á sýslumann að afturkalla lögbann sitt. Lifi tjáningarfrelsið,“ sagi í yfirlýsingu Rithöfundasambandsins. Þá sendu PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið og vinna þeim málstað gagn heima og erlendis, einnig frá sér yfirlýsingu vegna lögbannsins þar sem það er líka fordæmt. „Það er óþolandi árás á tjáningarfrelsið að hægt sé að stöðva samfélagslega umræðu um mál sem varðar almenning án rannsóknar á því hvort viðkomandi fjölmiðlar hafi brotið lög og án efnislegrar fyrirtöku fyrir dómstólum og niðurstöðu þeirra. Aðfarir sýslumanns við lögbannsúrskurðinn, þar sem ekki var gert ráð fyrir því að forsvarsmenn Stundarinnar og Reykjavík Media hefðu svigrúm til þess að kalla eftir lögfræðiaðstoð og undirbúa andmæli við lögbannskröfunni, minna á rassíur yfirvalda í einræðisríkjum gagnvart fjölmiðlum og skapa hættulegt fordæmi. Tímasetning lögbannsins í aðdraganda alþingiskosninga gefur svo tilefni til grunsemda um að baki þess liggi stjórnmálalegar ástæður. Íslenskt réttarkerfi og opinberar stofnanir eiga að vera hafnar yfir allan vafa um slíkt, sérstaklega þegar um er að ræða frelsi blaðamanna, eina af grundvallarstoðum þess lýðæðisríkis sem Ísland reynir að vera. PEN á Íslandi krefst þess að Sýslumaðurinn í Reykjavík dragi lögbannsúrskurð sinn til baka og hvetur til þess að fram fari rannsókn á framgöngu sýslumanns í málinu öllu. Við skorum svo á næsta þing að hefja tafarlausa endurskoðun þeirra laga sem gera slíkar atlögur að tjáningarfrelsinu mögulegar,“ segir í yfirlýsingu PEN. Félag fréttamanna á RÚV sendi svo frá sér yfirlýsingu síðdegis en félagið fordæmir lögbannið líkt og önnur félagasamtök. „Félag fréttamanna fordæmir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr þrotabúi Glitnis. Í stjórnarskránni kemur fram að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þá megi aðeins setja tjáningarfrelsi skorður ef þær teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá kemur fram í lögum um fjölmiðla að markmið þeirra sé að stuðla að tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga. Félag fréttamanna bendir á að frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki fyrir lýðræði og sú umfjöllun, sem Stundin og Reykjavík Media hafa unnið upp úr gögnum þrotabúss Glitnis, varðar hagsmuni almennings. Félagið telur að lögbann sýslumanns gangi þvert gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og fjölmiðlalaga. Félagið lítur það mjög alvarlegum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðvuð,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna á RÚV.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52