Lífið

Vinsælustu umsóknirnar í sögu Jólastjörnunnar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í tilefni af því að fresturinn til þess að sækja um í Jólastjörnuina er að renna út, tókum við saman vinsælustu myndböndin frá umsækjendum.
Í tilefni af því að fresturinn til þess að sækja um í Jólastjörnuina er að renna út, tókum við saman vinsælustu myndböndin frá umsækjendum. Skjáskot/Youtube
Skráningu í Jólastjörnuna 2017 lýkur á morgun.  Í ár er Jólastjarnan haldin í sjöunda skiptið en hér fá ungir söngsnillingar tækifæri á að syngja með Jólagestum í Hörpu í söngkeppni fyrir 14 ára og yngri.

Til þess að taka þátt þurfa þátttakendur senda myndband af sér að syngja á skráningarsíðu Jólastjörnunnar á Vísi. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda hlekk á myndbandsupptöku af söngnum á skráningarsíðuna.

12 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða svo boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós.  Stöð 2 gerir svo sérstaka þáttaröð um allt ferlið sem verður sýnd í seinni hluta nóvember.

Í tilefni af því að fresturinn til þess að sækja um þetta árið er að renna út, tókum við saman vinsælustu myndböndin sem birt voru á Youtube fyrir umsóknir í síðustu keppnir.

Agla Bríet sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2013.
Guðrún Lilja sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2016.
Eik sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2013.
Karen Ósk sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2014.
Hálfdán Helgi sendi þetta myndband þegar hann sótti um árið 2015.
Karlotta sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2013.
Karen Rut sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2016.
Aníta sendi þetta myndband þegar hún sótti um árið 2016.
Hægt er að skrá sig til leiks á síðunni visir.is/jolastjarnan.


Tengdar fréttir

Skráning í Jólastjörnuna hafin

Skráning í Jólastjörnuna 2017 hófst í morgun. Í ár er Jólastjarnan haldin í sjötta skiptið en hér fá ungir söngsnillingar tækifæri á að syngja með Jólagestum í Höllinni í söngkeppni fyrir 14 ára og yngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×