Erlent

Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jordi Cuixart (vinstri) og Jordi Sánchez (hægri) mættu fyrir dómara í Madríd í gær.
Jordi Cuixart (vinstri) og Jordi Sánchez (hægri) mættu fyrir dómara í Madríd í gær. Vísir/Getty
Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. Nafnarnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart eru leiðtogar hópa sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins og hafa þeir skipulagt mótmæli síðustu daga til að bregðast við harkalegum viðbrögðum stjórnvalda í Madríd við þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í Katalóníu á dögunum.

Ástæða handtökunnar er sögð rannsókn lögreglu á mótmælum þann 20. september síðastliðinn þar sem mótmælendur komu í veg fyrir að þjóðvarðliðar kæmust inn í byggingu í Barcelona.

Handtaka þeirra í gærkvöldi leiddi til mótmæla í Barcelóna og víðar og er búist við áframhaldandi mótmælum í dag.

Sjá einnig: Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna

Mikil spenna hefur verið á Spáni í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og undirritunar forseta héraðsstjórnar Katalóníu, Carles Puigdemont, á sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins.

Hann hefur hins vegar farið þess á leit við stjórnvöld í Madríd að sest verði að samningaborðinu. Því hefur ríkisstjórn Spánar hafnað alfarið. Puigdemont hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.

Soraya Saens de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, varaði við því í gær að ef yfirlýsingin, sem ekki hefur tekið gildi, yrði ekki dregin til baka myndi héraðið missa sjálfsstjórnarvöld.


Tengdar fréttir

Puigdemont skýrir ekki mál sitt

Forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á Spáni, hefur sent stjórnvöldum í Madríd bréf, en þar sker hann ekki úr um hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði.

Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna

Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×