Ófelía skekur Írland og neyðarástandi lýst yfir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2017 06:00 Gífurlegur öldugangur fylgdi óveðrinu frá Ófelíu. vísir/afp Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00
Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01