Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 16. október 2017 15:00 Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar