Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 16. október 2017 15:00 Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar