Roger Federer sigraði Rafael Nadal í úrslitaleik Shanghai meistaramótsins í tennis í dag.
Svisslendingurinn hefur aðeins tapað fjórum viðureignum á árinu og var þetta fimmti sigur hans á Nadal í röð, en Spánverjinn er efstur á heimslistanum í tennis.
Sigurinn í dag tryggði Federer sjötta titil ársins, en hann hefur verið í frábæru formi í ár.
Maria Sharapova vann sinn fyrsta titil síðan 2015 þegar hún sigraði á Opna Tianjin mótinu í dag.
Hún sigraði Aryana Sabalenka í þremur settum í fyrsta úrslitaleik sínum í tvö ár.
Federer sigraði Nadal
Tengdar fréttir
Nadal og Federer unnu í tvíliðaleik
Tennisstórstjörnurnar Roger Federer og Rafael Nadal spiluðu saman í tvíliðaleik í fyrsta skipti í Laverbikarnum í gær.
Sharapova í úrslit í fyrsta skipti síðan 2015
Maria Sharapova, fyrrum efsta kona heimslistans í tennis, er komin í úrslit á tennismóti í fyrsta skipti í tvö ár.