Segir sérreglur um mjólkurframleiðslu ekki ganga lengur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 18:42 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, voru meðal gestir Víglínunnar í dag. Vísir/Skjáskot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan. Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30