„Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum“ Guðný Hrönn skrifar 14. október 2017 11:45 Gluggarnir í stofunni heilluðu Ingibjörgu upp úr skónum þegar hún sá þá fyrst. VÍSIR/ANTON BRINK Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað. Hús og heimili Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað.
Hús og heimili Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira