Lífið

Kórar Íslands: Kvennakórinn Ljósbrá

Kvennakórinn Ljósbrá.
Kvennakórinn Ljósbrá.
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að kynnast Kvennakórnum Ljósbrá sem kemur fram í fjórða þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Kvennakórinn Ljósbrá

Kvennakórinn Ljósbrá var stofnaður haustið 1990 og er einn af elstu starfandi kvennakórum landsins. Mikil endurnýjun hefur þó verið á kórmeðlimum gegnum árin. Kórinn starfar í Rangárvallasýslu en sumir meðlimir koma úr nærliggjandi sýslum. Æft er til skiptis á Hvolsvelli og Hellu og yfirleitt eru um 30 til 45 konur í kórnum.

Ljósbrá heldur ávalt vor og jólatónleika og oft tökum við þátt í uppákomum svo sem Landsmóti íslenskra kvennakóra.

Kórinn syngur allar tegundir af tónlist og ávalt er stefnt að því að hafa efnisval mjög fjölbreytt. Síðustu tvö ár hefur áhersla verið lögð á dægur- og þjóðlög og hefur kórstjórinn útsett mörg lög fyrir kórinn.

Ljósbrá gaf út geisladiskinn Fljóðaljóð 2006, sama ár fórum við til Austurríkis og héldum þar tvenna tónleika. Vorið 2016 fórum við til Spánar og þar héldum við einnig tvenna tónleika. Einnig er kórinn duglegur við að ferðast innanlands og halda tónleika.

Stjórnandi kórsins er Guðmundur Eiríksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×