Bjarni ósáttari við rauða spjaldið en ólöglega sigurmarkið | Sjáðu atvikin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 14:30 Hérna vildi Bjarni fá rautt. mynd/skjáskot „Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Ég fékk ekkert áfall eða neitt þannig þegar að ég sá þetta. Það er rosalega erfitt fyrir dómarana að sjá þetta en auðvitað eiga þeir ekki að hafa augu á boltanum heldur að fylgjast með hinum megin.“ Þetta segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, um sigurmark Vals í leik liðanna í Olís-deild karla í gærkvöldi sem var kolólöglegt eins og fjallað var um í morgun ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum þar sem þeir náðu mest fjögurra marka forskoti en eftir spennandi lokamínútur unnu Valsmenn sterkan endurkomusigur. „Það var svo margt sem gerðist á lokasekúndunum. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og Bergvin er bara óheppinn að skora ekki í síðustu sókninni okkar. Það er ansi mikið atast í honum þegar að hann fer í gegn en ekkert dæmt. Svo fá Valsmenn ansi ódýrt fríkast skömmu síðar,“ segir Bjarni sem kennir nú sínum mönnum aðallega um að bjóða upp á þetta sigurmark Vals. „Þetta mark er bara mjög vel útfært hjá þeim en við á sama tíma frekar lélegir. Það er erfitt að kenna dómurunum um það. Þetta var smá reynsluleysi hjá okkur. Menn voru meira að horfa á nýja Japanann hjá Val heldur að fylgjast með leiknum,“ segir Bjarni léttur.Óvænt að sjá mínútu dómarakennslu í hálfleik. #olisdeildin@Seinnibylgjanpic.twitter.com/BoihB4oCGt — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) October 12, 2017 Sigurmarkið segir Breiðhyltingurinn auðvitað svekkjandi en það var annað í dómgæslunni sem fór meira í taugarnar á honum. Hann fór til dæmis vel yfir málin í hálfleik með Sigurði Þrastarsyni, öðrum dómara leiksins, eins og sást á skemmtilegu myndbandi sem Dagur Sigurðsson birti á Twitter-síðu sinni. „Ég tók ekkert kast eftir leikinn eða í hálfleik, alls ekki. Á þessu myndbandi sem „hlutlausi sérfræðingurinn“ tók var ég bara að krefjast svara um það sem gerðist í fyrri hálfleiknum,“ segir Bjarni. Í fyrri hálfleiknum fékk Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR, rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Ými Erni Gíslasyni. Bjarna fannst Valsmenn brjóta alveg eins á ÍR-ingum fyrr í leiknum en sleppa með tvær mínútur. Orri Freyr Gíslason fékk tvær mínútur fyrir að slá í andlit Bergvins snemma leiks og svo fékk Ólafur Ægir Ólafsson einnig tvær fyrir að fara aftan í skothönd Sveins Andra sem síðar fauk af velli. „Orri er bara viljandi að reyna að slasa leikmanninn minn. Þetta er viljandi og á ekki að sjást. Ólafur rífur svo aftan í Svein Andra. Ég get verið sammála að þetta er allt rautt spjald eða tvær mínútur en það verður að vera einhver lína. Við vorum tilbúnir í slagsmál við Valsmennina og bökkuðum aldrei en þá verður að vera dæmt eftir einhverri línu,“ segir Bjarni Fritzson. Atvikin þrjú sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Valur er enn með fullt hús í Olís-deildinni en liðið vann ÍR í gær með ólöglegu flautumarki. 13. október 2017 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30