Lífið

Komin í hóp með Slick Rick og David Bowie

Guðný Hrönn skrifar
Slick Rick, David Bowie og fleiri hafa þurft að skarta lepp.
Slick Rick, David Bowie og fleiri hafa þurft að skarta lepp.
Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður og leiðtogi Pírata í Norðvesturkjördæmi, skartar nú augnlepp á hægra auga. Hún er þá komin í hóp með nokkrum frægum sem hafa skartað augnlepp.

Prinsessan af Kent með augnlepp árið 2015 eftir aðgerð á auga.
„Í fyrrinótt gubbaði eins árs dóttir mín í rúmið sitt um miðja nótt þannig að við tókum hana upp í hjónarúmið. Það var dimmt inni í herberginu þannig að ég sá lítið hvað hún var að gera en hún baðar út höndunum með þeim afleiðingum að hún klórar mig í augað,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, spurð út í af hverju hún skarti augnlepp.

Aðspurð hvort hún ætli ekki bara að vinna með leppinn sem tískudót, líkt og Slick Rick, David Bowie og fleiri hafa gert, þá skellir hún upp úr og segir: „Ég efast um að ég muni skarta leppnum lengur en ég þarf því það er óskaplega óþægilegt að missa jaðarsjónina öðrum megin auk þess sem rýmisgreindin minnkar töluvert við að sjá bara út um annað augað.“

Söngkonan Rihanna með glitrandi fínan augnlepp á tónleikum árið 2008.nordicphotos/getty
Þó að þetta sé óþægilegt þá hefur Eva húmor fyrir þessu, sem og fólkið í kringum hana, sérstaklega í ljósi þess að hún er þingmaður Pírata. „Það er vægast sagt gert mikið grín að þessu. Aðstæðurnar eru rosalega kómískar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×