Páll Óskar sveik eldri konu á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2017 09:48 Enginn Páll í dyragættina. Vagna er afar ósátt við svikin en hún ætlaði að færa Páli Óskari sérstaka gjöf, þá er hann kæmi til að afhenda plötuna eins og um var rætt. Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik. Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik.
Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00