Kórar Íslands: Flugfreyjukór Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 10:04 Flugfreyjukór Icelandair. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans. Kórar Íslands Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans.
Kórar Íslands Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira