Erlent

Spánn setur tímapressu á Katalóna og gefur fimm daga frest

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hótar að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum sínum.
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hótar að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum sínum. Vísir/AFP
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur gefið Carles Puigdemont forseta Katalóníu fimm daga frest til þess að gefa svar um það hvort hann ætli að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Ef hann staðfestir fyrir mánudag að hann ætli að gera það, hefur hann þrjá daga til viðbótar til þess að draga það til baka samkvæmt frétt BBC.  

Hótaði hann í dag að ef það sé ekki gert verði 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar hugsanlega beitt sem myndi svipta héraðinu sjálfstjórnarréttindum sínum. Héraðinu yrði þá stýrt beint frá höfuðborginni Madríd. Þessari grein hefur aldrei áður verið beitt. 

Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu í gær, en frestaði jafnframt framkvæmdinni til að veita svigrúm til viðræðna. Forsætisráðherrann sakaði í morgun Puigdemont um að vísvitandi skapa rugling. Mikil óvissa hefur ríkt á Spáni eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Katalóníu þann 1. október síðastliðinn sem hefur verið dæmd ógild af stjórnlagadómstól Spánar.


Tengdar fréttir

Rajoy biður Puigdemont að tala skýrar

Forsætisráðherra Spánar hefur beðið forseta héraðsstjórnar Katalóníu um að staðfesta hvort hann hafi lýst yfir sjálfstæði Katalóníu eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×