Tuga prósenta verðmunur á vetrardekkjum og umfelgun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Vetrarösin á dekkjaverkstæðum fer að bresta á en töluverðu getur munað á verði fyrir dekkjaskiptin. Vísir/Vilhelm Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira