Erlent

Rajoy biður Puigdemont að tala skýrar

Atli Ísleifsson skrifar
Mariano Rajoy er forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy er forsætisráðherra Spánar. Vísir/AFP
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur beðið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að tala skýrar og staðfesta hvort hann hafi lýst yfir sjálfstæði Katalóníu eður ei.

BBC segir frá því að Rajoy segi þetta nauðsynlegt áður en spænska ríkisstjórnin geti brugðist við í málinu.

Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu í gær, en frestaði jafnframt framkvæmdinni til að veita svigrúm til viðræðna.

Forsætisráðherrann sakaði í morgun Puigdemont um að vísvitandi skapa rugling. Þá sagði Rajoy að hann vildi skapa vissu og fá málin á hreint sem fyrst.

Rajoy sagði að viðbrögð spænsku ríkisstjórnarinnar myndi grundvallast á svari forseta héraðsstjórnarinnar. Ekki væri útilokað að 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar yrði beitt sem myndi svipta héraðinu sjálfstjórnarréttindum sínum.


Tengdar fréttir

Hafna samningaviðræðum Katalóna

Ríkisstjórn Spánar hafnar alfarið yfirlýsingum Carles Puigdemont forseta Katalóníu um væntanlegt sjálfstæði héraðsins frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×