Munu Haukarnir missa Daníel í janúar? „Hann er að gera meira en Janus Daði í fyrra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 13:00 Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira
Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sjá meira
Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00