Munu Haukarnir missa Daníel í janúar? „Hann er að gera meira en Janus Daði í fyrra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 13:00 Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn