Lífið

Rússland, við erum á leiðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kápa Fréttablaðsins í dag.
Kápa Fréttablaðsins í dag. vísir/ernir
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um eru strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu á leiðinni á lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.

Þessum sögulega árangri eru gerð góð skil með myndrænum hætti á forsíðu Fréttablaðsins í dag með svokallaðri kápu. Kápan er í raun forsíða og baksíða blaðsins en þetta er í þriðja sinn sem blaðið er brotið inn í kápu; fyrsta skiptið var eftir leik Íslands og Englands á EM í fótbolta í fyrra og annað skiptið eftir leik Íslands og Frakklands á sama móti.

Kápuna í dag prýðir landsliðið okkar með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í broddi fylkingar þar sem þeir fagna farmiðanum til Rússlands í leikslok í gær. Myndina tók Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.


Tengdar fréttir

Sigur að tapa bara 2-1 fyrir Íslandi

Ísland varð í gærkvöld minnsta þjóð sögunnar til þess að komast í lokakeppni heimsmeistaramóts. Þetta afrek fór ekki framhjá neinum í fótboltaheiminum og hafa nokkrar stórstjörnur tekið til Twitter og óskað Íslendingum til hamingju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.