Þrýstingur eykst nú á Carles Puigdemont, forseta Katalóníu, að hann hætti við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni en búist er við því að hann geri það í ræðu á katalónska þinginu síðar í dag.
Frakkar og Þjóðverjar hafa lýst yfir stuðningi við sjónarmið spænsku ríkisstjórnarinnar sem segir það brot á stjórnarskrá landsins ákveði Katalónar að lýsa yfir sjálfstæði.
Þá hefur borgarstjóri Barcelona, stærstu borgar Katalóníu, biðlað til Puigdemont og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, að þeir slíðri sverðin og dragi úr spennunni í málinu.
Borgarstjórinn, Ada Colou, biður Puigdemont að hætta við sjálfstæðisyfirlýsinguna en biðlar einnig til Rajoy að hann reyni ekki að stjórna Katalóníu beint frá höfuðborginni Madrid, þannig að ekkert pláss verði fyrir samræður og málamiðlanir.
Spænska ríkisstjórnin hefur hótað því að afturkalla sjálfsstjórn Katalóna, sem er þó nokkur, miðað við önnur héröð á Spáni.
Þrýst á Puigdemont að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði

Tengdar fréttir

Boðað til mótmæla gegn sjálfstæði Katalóníu í dag
Mótmæli verða haldin í Madrid og fleiri borgum Spánar.

Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði
Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar.

„Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl“
Guðmundur Hrafn er staddur í Barcelona og hefur fylgst náið með baráttu Katalóna síðustu daga.