Ný persóna eftir að hafa fengið gaskút í höfuðið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. október 2017 06:00 Besta úthátíðin var haldin við Hellu árin 2011 og 2012. vísir/pjetur Konu, sem fékk slæma áverka á höfði þegar gaskút var kastað á tjald þar sem hún lá sofandi á útihátíð, hafa verið dæmdar ríflega 3,7 milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hafi verið gestur á útihátíð á Rangárvöllum við Hellu í júlí 2012. Hún bar fyrir dómi að hún og maður sem með henni var hefðu farið að sofa í tjaldi sínu. „Hún hefði vaknað um morguninn og fundið að hún var alblóðug og með skurð á enninu. Þá hafi verið blóð á tjaldhimninum,“ segir um frásögn konunnar. Þá segir konan að vitni á staðnum hafi komið til hennar og bent á menn sem hefðu verið að kasta gaskút á milli sín nálægt tjaldinu. „Hún hefði farið og talað við mennina og þeir hefðu beðið hana afsökunar.“ Konan kærði atvikið til lögreglu sem felldi málið niður. Jafnframt leitaði hún til bótanefndar ríkisins sem sagði óvissu um málsatvik og hafnaði kröfu hennar árið 2015. Stefndi hún þá ríkinu. Fyrir dómi var lagt fram vottorð taugasálfræðings um persónuleikabreytingar sem orðið höfðu á konunni vegna áverkans. „Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum, fari minna út. Það spili inn í hve þreytt hún verði þegar áreiti er mikið,“ segir í vottorði taugasálfræðingsins sem kveður hana bæði hafa gefist upp í líkamsrækt og hestamennsku. Þá kvarti konan undan minnis- og einbeitingarerfiðleikum. „Á ferðalögum verði hún mjög þreytt og þurfi þá mikinn svefn að þeim loknum. Hún reyni því að ferðast sem minnst.“ Sömuleiðis séu til staðar líkamleg einkenni eins og dofi í andliti og höfði, þrálátur höfuðverkur, stirðleiki í hálsi, úthaldsskortur, skert lyktarskyn, jafnvægiserfiðleikar, svimi og yfirliðakennd. Hún eigi erfitt með að átta sig á hvað fólk sé að segja, verði pirruð og hafi minni sjálfstjórn. Hún hafi dregið sig í hlé félagslega. „Að sumu leyti hafi lífið verið tekið frá henni.“ Tveir menn sem voru að kasta gaskútnum á milli sín neituðu báðir að kúturinn hefði lent á tjaldi. Sjúkragæslumenn sem komu á staðinn sögðu að á vettvangi hefði verið talað um að einhver hefði lamið í tjaldið með áhaldi, gaskút eða öðru eða að gaskút hefði verið kastað. Tveir dómkvaddir matsmenn sögðu að atburður eins og konan lýsti væri vel til þess fallinn að valda þeim einkennum sem hún hafi lýst. Í málsvörn ríkisins sagði að ekki væri sannað að refsiverður verknaður hefði verið framinn og hann valdið áverkum konunnar. Þar sem ekki hafi verið höfðað sakamál á hendur þeim grunuðu sé ekki hægt að byggja á því að þeir hafi valdið áverkunum. Til þess að heimilt sé að greiða bætur þurfi ríkið að eiga kröfu á einhvern sem framið hafi refsiverðan verknað. Dómurinn segir hins vegar að nægar líkur hafi verið leiddar að því að konan „hafi hlotið meiðsl sín af því að verða fyrir gaskút sem óþekktur aðili hafi kastað frá sér og að háttsemi hans yrði metin til sakar“. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Konu, sem fékk slæma áverka á höfði þegar gaskút var kastað á tjald þar sem hún lá sofandi á útihátíð, hafa verið dæmdar ríflega 3,7 milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hafi verið gestur á útihátíð á Rangárvöllum við Hellu í júlí 2012. Hún bar fyrir dómi að hún og maður sem með henni var hefðu farið að sofa í tjaldi sínu. „Hún hefði vaknað um morguninn og fundið að hún var alblóðug og með skurð á enninu. Þá hafi verið blóð á tjaldhimninum,“ segir um frásögn konunnar. Þá segir konan að vitni á staðnum hafi komið til hennar og bent á menn sem hefðu verið að kasta gaskút á milli sín nálægt tjaldinu. „Hún hefði farið og talað við mennina og þeir hefðu beðið hana afsökunar.“ Konan kærði atvikið til lögreglu sem felldi málið niður. Jafnframt leitaði hún til bótanefndar ríkisins sem sagði óvissu um málsatvik og hafnaði kröfu hennar árið 2015. Stefndi hún þá ríkinu. Fyrir dómi var lagt fram vottorð taugasálfræðings um persónuleikabreytingar sem orðið höfðu á konunni vegna áverkans. „Áður hafi hún verið skvísa og farið út á meðal fólks og tekið þátt í viðburðum, en nú nenni hún ekki að mála sig eða taka þátt í viðburðum, fari minna út. Það spili inn í hve þreytt hún verði þegar áreiti er mikið,“ segir í vottorði taugasálfræðingsins sem kveður hana bæði hafa gefist upp í líkamsrækt og hestamennsku. Þá kvarti konan undan minnis- og einbeitingarerfiðleikum. „Á ferðalögum verði hún mjög þreytt og þurfi þá mikinn svefn að þeim loknum. Hún reyni því að ferðast sem minnst.“ Sömuleiðis séu til staðar líkamleg einkenni eins og dofi í andliti og höfði, þrálátur höfuðverkur, stirðleiki í hálsi, úthaldsskortur, skert lyktarskyn, jafnvægiserfiðleikar, svimi og yfirliðakennd. Hún eigi erfitt með að átta sig á hvað fólk sé að segja, verði pirruð og hafi minni sjálfstjórn. Hún hafi dregið sig í hlé félagslega. „Að sumu leyti hafi lífið verið tekið frá henni.“ Tveir menn sem voru að kasta gaskútnum á milli sín neituðu báðir að kúturinn hefði lent á tjaldi. Sjúkragæslumenn sem komu á staðinn sögðu að á vettvangi hefði verið talað um að einhver hefði lamið í tjaldið með áhaldi, gaskút eða öðru eða að gaskút hefði verið kastað. Tveir dómkvaddir matsmenn sögðu að atburður eins og konan lýsti væri vel til þess fallinn að valda þeim einkennum sem hún hafi lýst. Í málsvörn ríkisins sagði að ekki væri sannað að refsiverður verknaður hefði verið framinn og hann valdið áverkum konunnar. Þar sem ekki hafi verið höfðað sakamál á hendur þeim grunuðu sé ekki hægt að byggja á því að þeir hafi valdið áverkunum. Til þess að heimilt sé að greiða bætur þurfi ríkið að eiga kröfu á einhvern sem framið hafi refsiverðan verknað. Dómurinn segir hins vegar að nægar líkur hafi verið leiddar að því að konan „hafi hlotið meiðsl sín af því að verða fyrir gaskút sem óþekktur aðili hafi kastað frá sér og að háttsemi hans yrði metin til sakar“.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira