Lífið

Twitter um kosningarnar: „Ekki hluti af byltingunni sem við höfum séð undanfarin ár“

Birgir Olgeirsson skrifar
Lakur hlutur kvenna í kosningunum og flókin staða vegna stjórnarmyndunarviðræðna til umræðu.
Lakur hlutur kvenna í kosningunum og flókin staða vegna stjórnarmyndunarviðræðna til umræðu. Vísir/Getty
Enn eru atkvæði ótalin á þessari kosninganótt og fylgjast margir spenntir með framvindunni. Meðan beðið er eftir tölum henda margir í athyglisverðar og skemmtilegar færslur um þessar kosningar og hvernig þær blasa við þeim eins og staðan er núna.

Þegar þetta er ritað eru 38 karlar á þingi og 25 konur og þá ekki verið færri konur á þingi síðan árið 2007.

Sóley Tómasdóttir segir þá stöðu kalla á kvennalista.

Þorbjörg Helga bendir á þá staðreynd að boðað var til kosninga vegna mála tengdum kynferðisbrotum og konur hafi beðið lægri hlut í kosningunum.

Sveinn Birkir benti á að það væri skrýtið að fylgjast með tveimur miðaldra mönnum, Boga Ágústsyni og Ólafi Þ. Harðarsyni , ræða lakan hlut kvenna í þessum kosningum.

Snærós Sindradóttir segir þessa útkomu ekki beint í ætt við þá samfélagsbyltingu sem hefur verið undanfarin ár.

Flókin staða blasir við vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna og fangar Dagur Hjartarson þá sötðu nokkuð vel með þessu tísti:

Árni Helgason gerir það einnig ágætlega

Gunnleifur Gunnleifsson, markamaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, benti á þá skemmtilegu staðreynd að hann er jafnaldri Sigmundar Davíðs en þeir eru báðir fæddir á því herrans ári 1975 og því 42 ára gamlir.

Þessi benti á að skuggi Sigmundar Davíðs sé enn yfir Framsóknarflokknum þó hann hafi yfirgefið flokkinn.

Og Björn Kristjánsson kallar eftir Lars við stjórnun landsins. Spurning hvort að Heimir Hallgríms fái pláss í þeirri stjórn.

Frammistaða Ingu Sæland í leiðtogaþættinum á föstudagskvöld hefur verið tengd við árangur Flokks fólksins í kosningunum en Steingrímur Sævarr bendir á að Bjarni Ben hafi einmitt beitt sömu taktík með góðum árangri áður.

Hér fyrir neðan má fylgjast með umræðunni:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×