Dálítið töff á köflum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði. Það kemur ekkert annað til greina, segir Eiríkur Árni um Lúther. Mynd/Haraldur Árni Haraldsson „Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar. Menning Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar.
Menning Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira