Dálítið töff á köflum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði. Það kemur ekkert annað til greina, segir Eiríkur Árni um Lúther. Mynd/Haraldur Árni Haraldsson „Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira