ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 16:23 Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Vísir Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu. Mið-Austurlönd Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira