Fjármálaeftirlitið kærir gagnalekann úr Glitni til héraðssaksóknara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 16:07 Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian. vísir/heiða Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35
Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37