Fjármálaeftirlitið kærir gagnalekann úr Glitni til héraðssaksóknara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 16:07 Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian. vísir/heiða Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35
Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37