Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 12:57 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. Málinu verður vísað til héraðssaksóknar á næstu dögum. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana hefur játað að hafa ráðist á hana. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Við erum á lokametrunum og munum senda það til héraðssaksóknara á næstu dögum,“ segir Grímur. „Auðvitað gerist það stundum að sá sem kærir málið óski efitr einhverjum viðbótarrannsóknum, en ég geri ekki endilega ráð fyrir því, en það getur gerst.“ Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. október. Grímur segir líklegt að farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald, annaðhvort af hálfu lögreglu eða héraðssaksóknara. Það fari eftir því hvenær málið fari til saksóknara. „Það þarf bara að taka ákvörðun um það og kannski í samráði við héraðssaksóknara sem er að taka við málinu. Svo fer það bara eftir því hvoru megin það lendir á þeim tímapunkti sem gæsluvarðhaldið rennur út, hver tekur ákvörðunina,“ segir Grímur.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum þann 21. september. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Varðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna en lögregla segir rannsóknina vel á veg komna. 29. september 2017 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. Málinu verður vísað til héraðssaksóknar á næstu dögum. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana hefur játað að hafa ráðist á hana. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Við erum á lokametrunum og munum senda það til héraðssaksóknara á næstu dögum,“ segir Grímur. „Auðvitað gerist það stundum að sá sem kærir málið óski efitr einhverjum viðbótarrannsóknum, en ég geri ekki endilega ráð fyrir því, en það getur gerst.“ Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. október. Grímur segir líklegt að farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald, annaðhvort af hálfu lögreglu eða héraðssaksóknara. Það fari eftir því hvenær málið fari til saksóknara. „Það þarf bara að taka ákvörðun um það og kannski í samráði við héraðssaksóknara sem er að taka við málinu. Svo fer það bara eftir því hvoru megin það lendir á þeim tímapunkti sem gæsluvarðhaldið rennur út, hver tekur ákvörðunina,“ segir Grímur.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum þann 21. september. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Varðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna en lögregla segir rannsóknina vel á veg komna. 29. september 2017 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00
Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Varðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna en lögregla segir rannsóknina vel á veg komna. 29. september 2017 14:15