„Þetta var bara komið gott. Ég ákvað að vera í Áttunni og geri alltaf bara hluti sem mér finnst skemmtilegir. Þetta var alveg gaman en líka bara komið gott,“ segir Donna Cruz sem var í viðtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun.
Donna er að fara fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppni í Filippseyjum.
„Þetta er alþjóðleg keppni sem allir í heiminum geta tekið þátt í og ég er mjög spennt. Ég held að það séu sextíu stelpur að fara taka þátt og ég tek þátt fyrir Íslands hönd.“
Hún segir að það hafi farið í taugarnar á sumum að hún væri að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni þar sem hún er frá Filippseyjum.
„Það fór víst í taugarnar á einhverjum í Filippseyjum, engum hér, en ég sagði bara að ég væri búin að búa á Íslandi allt mitt líf og get alveg tekið þátt fyrir Ísland.“
Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Lífið
Donna Cruz hætt í Áttunni: „Þetta var bara komið gott“
Tengdar fréttir
Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“
Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz biður fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna í ár.