Með krafta í kögglum og risastórt hjarta Helga Birgisdóttir skrifar 25. október 2017 11:00 Bækur Áfram Sigurfljóð! Sigrún Eldjárn Mál og menning Prentun: Prentmiðlun/Lettland Kápuhönnun og umbrot: Sigrún Eldjárn Fyrsta bókin um ofurstelpuna Sigurfljóð hefst á því að telpan lítur í spegil og kemst að því að hún hefur misst eina framtönn. Nú, í Áfram Sigurfljóð!, er önnur tönn farin og þar með ný ævintýri að hefjast. Eftir staðgóðan hádegisverð kollsteypir Sigurfljóð sér út til krakkanna sem eru allir jafn hjálpsamir og góðir og þeir voru orðnir undir lok fyrri bókarinnar. Fullviss um að allt sé í góðu lagi heimafyrir þeytist Sigurfljóð yfir „höf og lönd, yfir fjöll og firnindi“ og á ferðalagi sínu sér hún og heyrir ýmislegt, þar á meðal stríðshrjáð land þar sem „fólk meiðir hvert annað og eyðileggur allt í kringum sig!“ Systkinin Amíra og Elías vekja athygli Sigurfljóðar þar sem þau standa grútskítug, hrædd, meidd og svöng í húsarústum. Sigurfljóð tekur þau undir arminn og flýgur með þau heim í allsnægtirnar á Íslandi. Krakkarnir í hverfinu eru tortryggnir í fyrstu en samþykkja fljótt að þau eigi nóg en ókunnu börnin ekkert og þeim þurfi að hjálpa. Amíra og Elías kunna nú líka ýmislegt og í ljós kemur að þau geta lagt sín lóð á vogarskálarnar í hinu nýja samfélagi. Sigurfljóð fer svo til baka til hins stríðshrjáða lands með systkinin og heilmiklar vistir en kemst þá að því að þar er allt enn í kaldakoli. Þá grípur hún til sinna ráða og kippir öllu í liðinn, eins og sannri ofurhetju sæmir. Myndastílinn kannast allir Sigrúnaraðdáendur við og eins og í Sigurfljóð hjálpar öllum! eru rauðar sveigjur látnar tákna hopp, skopp og flug Sigurfljóðar og ofurhetjusjónin tákngerð með brotalínum. Ýmis smáatriði í myndagerðinni auka á lestrargleðina, svo sem epli tvö sem birtast á síðunum hér og þar, leikfangabangsinn hennar Amíru og litlu allsberu englabörnin sem svífa yfir eldfjalli sem gýs af miklum krafti. Áhugaverðust er þó sú aukna dýpt sem sagan fær með aðstoð myndanna. Hér má sem dæmi nefna gleðina sem skín úr augum barnanna þegar þau hjálpa kvefuðum kanínum, skíthræddum skrímslum, púslandi pelabörnum og vitaskuld þeim Amíru og Elíasi. Eymd þeirra og ótti er líka svo skelfilega greinilegur í myndunum og eflaust komast ungir lesendur ekki hjá því að veita fátæklegum leikföngum þeirra athygli og bera saman við sín eigin. Persónur bókarinnar eru týpur sem standa fyrir ákveðin gildi eða boðskap en sagan sjálf er drifin áfram af nokkuð spennandi söguþræði svo engum ætti að leiðast lesturinn. Nú er Sigurfljóð búin að koma röð og reglu á allt heima á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. Græna flugeðlan á síðustu opnunni er ef til vill vísbending um það hvert Sigurfljóð, kraftmikla og góðhjartaða ofurstelpan, fer í næstu bók.Niðurstaða: Einlæg og skondin fantasía sem flytur mannbætandi boðskap sem bæði stórir og smáir lesendur hafa gott af að heyra. Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Áfram Sigurfljóð! Sigrún Eldjárn Mál og menning Prentun: Prentmiðlun/Lettland Kápuhönnun og umbrot: Sigrún Eldjárn Fyrsta bókin um ofurstelpuna Sigurfljóð hefst á því að telpan lítur í spegil og kemst að því að hún hefur misst eina framtönn. Nú, í Áfram Sigurfljóð!, er önnur tönn farin og þar með ný ævintýri að hefjast. Eftir staðgóðan hádegisverð kollsteypir Sigurfljóð sér út til krakkanna sem eru allir jafn hjálpsamir og góðir og þeir voru orðnir undir lok fyrri bókarinnar. Fullviss um að allt sé í góðu lagi heimafyrir þeytist Sigurfljóð yfir „höf og lönd, yfir fjöll og firnindi“ og á ferðalagi sínu sér hún og heyrir ýmislegt, þar á meðal stríðshrjáð land þar sem „fólk meiðir hvert annað og eyðileggur allt í kringum sig!“ Systkinin Amíra og Elías vekja athygli Sigurfljóðar þar sem þau standa grútskítug, hrædd, meidd og svöng í húsarústum. Sigurfljóð tekur þau undir arminn og flýgur með þau heim í allsnægtirnar á Íslandi. Krakkarnir í hverfinu eru tortryggnir í fyrstu en samþykkja fljótt að þau eigi nóg en ókunnu börnin ekkert og þeim þurfi að hjálpa. Amíra og Elías kunna nú líka ýmislegt og í ljós kemur að þau geta lagt sín lóð á vogarskálarnar í hinu nýja samfélagi. Sigurfljóð fer svo til baka til hins stríðshrjáða lands með systkinin og heilmiklar vistir en kemst þá að því að þar er allt enn í kaldakoli. Þá grípur hún til sinna ráða og kippir öllu í liðinn, eins og sannri ofurhetju sæmir. Myndastílinn kannast allir Sigrúnaraðdáendur við og eins og í Sigurfljóð hjálpar öllum! eru rauðar sveigjur látnar tákna hopp, skopp og flug Sigurfljóðar og ofurhetjusjónin tákngerð með brotalínum. Ýmis smáatriði í myndagerðinni auka á lestrargleðina, svo sem epli tvö sem birtast á síðunum hér og þar, leikfangabangsinn hennar Amíru og litlu allsberu englabörnin sem svífa yfir eldfjalli sem gýs af miklum krafti. Áhugaverðust er þó sú aukna dýpt sem sagan fær með aðstoð myndanna. Hér má sem dæmi nefna gleðina sem skín úr augum barnanna þegar þau hjálpa kvefuðum kanínum, skíthræddum skrímslum, púslandi pelabörnum og vitaskuld þeim Amíru og Elíasi. Eymd þeirra og ótti er líka svo skelfilega greinilegur í myndunum og eflaust komast ungir lesendur ekki hjá því að veita fátæklegum leikföngum þeirra athygli og bera saman við sín eigin. Persónur bókarinnar eru týpur sem standa fyrir ákveðin gildi eða boðskap en sagan sjálf er drifin áfram af nokkuð spennandi söguþræði svo engum ætti að leiðast lesturinn. Nú er Sigurfljóð búin að koma röð og reglu á allt heima á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. Græna flugeðlan á síðustu opnunni er ef til vill vísbending um það hvert Sigurfljóð, kraftmikla og góðhjartaða ofurstelpan, fer í næstu bók.Niðurstaða: Einlæg og skondin fantasía sem flytur mannbætandi boðskap sem bæði stórir og smáir lesendur hafa gott af að heyra.
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira